6.3.2009 | 08:33
Stórt skref í lýðræðisátt, svartur dagur fyrir Íhaldið
Sýnist eins og þarna sé verið að tryggja hagsmuni þjóðarinnar fyrir inngöngu í ESB.
Næst þarf að tryggja meiri þrískiptingu valds, afnema framsal á kvóta.
Þetta er skref í rétta átt, hinsvegar er kerfið og lagaramminn hér á landið svo rotið, spillt og sérsniðið að hagsmunum fárra, að mikið verk er fyrir höndum.
Hindra auðlindaafsal til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 09:34
Þurs sem étur sjálfan sig
Eitt af stóru vandamálum efnahags Bandaríkjanna er stöðnun og afturhaldssemi. Forskotið sem BNA náðu í framleiðslu og markaðstækni eftir seinni heimstyrjöld er löngu tapað. Hagkerfið er drifið áfram á að láta hergagna og bílaiðnaðinn alls ekki stoppa. Græðgin er svo mikil að t.d Rafmagnsbílar sem hafa verið þróaðir með góðum árangri hafa verið slegnir útaf borðinu vegna eftirfarandi: Það myndi þýða minni gróða fyrir olíufélög innanlands, sem þó ná einungis að afla um 12% olíunnar. Rafmagnsbílar nota enga olíu nema smurningu á legur o.s.frv. Skipting yfir í rafmagnsbíla myndi einnig þýða tímabundna gróðaskerðingu bílaframleiðenda. Þess í stað eru framleiddir stórir olíhákar, sem síðan seljast ekki, nema á Íslandi 2004-2007 :). Rót vandans er að hagsmunasamtök eins og olífélög, iðnrisar o.þ.h hafa of mikil ítök í stjórnvöldum þar vestra. Svipuð tilhneiging hefur verið hér á landi. Hagkerfið hefur verið keyrt á álvers og virkjanaframkvæmdum. Því er mikil vægt að hér verði uppræting á spillingu og ítökum auðvalds á stjórnvöldum. Þess í stað komi stjórnvöld sem vinni að hagsmunum alls almennings og allra geira atvinnulífsins.
Bílasala hrynur í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 14:00
Söknuður Birgis Ármannssonar á Bush og Repúblikönum
Bush leit framhjá pyntingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2009 | 21:08
Fanney í afneitun
Það hefði verið betur fyrir Fanneyju að koma hreint fram og viðurkenna að um einelti hafi verið að ræða, eins og augljóslega er í þessu tilfelli miðað við frásagnir nemenda.
Blóðug slagsmál skóladrengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2009 | 09:33
Misheppnuð tilraun við að fylgja misheppnaðri hugmyndafræði
Nú er að koma í ljós um heim allan að frjálshyggjuhugmyndafræðin virkar ekki í praxis. Ekki frekar en kommúnisminn eða Nasisminn. Sjálfstæðisflokkurinn kom á frjálshyggjuvæðingu í Íslensku þjóðfélagi. Frjálshyggjuvæðing felur þó það í sér að farið sé eftir grunnhugtökum hagfræðinnar. Sem þýðir að þegar vel gengur í atvinnulífinu, hækki skattar og að ríkið dragi úr framkvæmdum. Og síðan þegar dregst saman í atvinnulífinu kemur ríkið inn með skattalækkanir og fer í framkvæmdir. En hvað gerði Sjálfstæðisflokkurinn með Framsóknarflokkinn í pilsfaldinum í góðærinu? Fór í gegndarlausar framkvæmdir, ríki og sveitafélög sem og að lækka skatta. Þetta er hagstjórn þvert! á allar! kenningar hagfræðinnar!
Afleiðingin er efnahagslegt hrun á Íslandi sem er margfalt stærra en það sem er að gerast í kringum okkur.
Aðrar ástæður sem hafa ýtt undir þetta mikla fall, eru ólýðræðisleg vinnubrögð innan stjórnarflokkanna og í stjórnkerfinu. Það hefur aldrei mátt gagnrýna eða hlusta á ráðleggingar. Þau vinnubrögð eru svo sem dæmigerð fyrir stjórnmálaflokka sem aðhyllast öfgar, hvort sem þær eru til hægri eða vinstri.
Spilling er vegur þungt og er bæði orsök og afleiðing í þessu ferli.
Það sem Íslenska þjóðin þarf á að halda, er að gerð verði almennileg breyting á stjórnarskránni sem tryggir raunverulega þrískiptingu valds. Hún þarf einnig að fara nýta sér hugtakið lýðræði og koma því á í öllu stjórnkerfinu, þ.m.t stjórnmálaflokkunum.
Flokkurinn þoli stór orð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2009 | 16:30
Þorir næstum því að vera ósammála
Það er jákvætt að einhverjum sjálfstæðismönnum sýna viðleitni í þá átt að þora vera ósammála flokksystkynum, frekar lýðræðisleg þróun.
Það hefur vakið ugg hjá mér hversu einsleitur stuðningur innan sjálfstæðisflokksins hefur verið við stefnumál og forystu.
Sú stefna hefur mér þótt vera skuggalega lík óttablöndnum stuðningi við þriðja ríkið og foringja þess á sýnum tíma. Í ljósi þess hve flokkurinn er stór er mjög jákvætt ef hann er að þróast í þá átt að verða að lýðræðislega sinnuðum flokki. Flokki þar sem manneskjur þora að vera ósammála og komast að niðurstöðum eftir lýðræðislegar rökræður.
Get nefnt sem dæmi hversu ólýðræðissleg ákvörðun stuðningurinn við Íraksstríðið var, af hálfu forystu flokksins, eins manns ákvörðun.
Sjálfstæðismenn bar af leið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 09:52
Vanhæf Skólastjórn
Það er ljóst að til að leysa vandamál eins og er í FSu, þarf meira en eina eða tvær ræður skólastjóra. Það að mórallinn sé orðinn þetta lélegur og langt leiddur, er merki um að skólastjórnendur hafa leyft því að gerast vegna áhugaleysis og eða vanhæfni.
Það þarf meiriháttar og markvissa vinnu til að snúa við stefnu skólans og bæta ástandið. Það verður greinilega eitthvað að gerast og það er verra að gera ekki neitt. Róttæk breyting eins og ný skólastjórn væri skynsamleg, að mínu mati.
Menntamálaráðherra ætlar víst að skoða málið. Og hvað svo?
Keyrði 70 km í FB frekar en halda áfram námi í FSu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2009 | 20:38
Stórt skref í rétta átt
Að mínu mati er ríkisstjórnin að gera góða hluti og einbeita sér að hlutum sem skipta máli.
Hún er að vinna í þágu fólksins og er að gera það á réttlátan hátt.
Hræðsluáróðurinn sem hefur ómað í þjóðfélaginu gagnvart miðju/vinstristjórn (kallað vinstri stjórn) er einhvern veginn sífellt að verða máttleysislegri og ómálefnalegri.
Ríkisstjórnin eykur upplýsingagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2009 | 17:15
Grænlendingar eru ekki tilbúnir fyrir sjálfstæði
Ekki frekar en við held ég. Hvernig erum við búin að fara með sjálfstæðið? og hvernig höfum við nýtt okkur lýðræðið?
Ekki vel að mínu mati. Við erum búin að leyfa sömu flokkunum að vera samfleitt við völd nánast frá upphafi. Á meðan hafa þeir breyst úr því að vera "Sjálfstæðis" og "Bænda" flokkar, yfir í að vera gerspilltir hagsmunaflokkar. Spillingin veldur því að ekki er unnið að hagsmunum þjóðarinnar, eða unnið að uppbyggilegum málum í neinum geirum samfélagsins. Ísland er t.a.m ekki iðnvætt ríki þó að margir haldi annað. Efnahagsstjórnin er hlægileg og keyrð áfram af t.d álversframkvæmdum, sem skila síðan að byggingu þeirra loknum, litlu öðru en lágu orkuverði til stórra alþjóðlegra fyrirtækja og síðan klappi á koll ráðamanna frá þeim. Iðnaðar og þekkingarfyrirtæki fá ekki tækifæri til að vaxa, og þau sem fáu sem komast á legg eru helst flæmd úr landi. Það mætti halda að ríkjandi stjórnvldum liðinna ára sé ílla við að hér sé vel menntað og vel upplýst fólk, það gæti séð í gegn um þau og farið að kjósa aðra flokka!
Bág staða barna á Grænlandi á borð Norðurlandaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2009 | 12:17
Í eigu eins mesta þjófs Íslandssögunnar?
Er þetta ekki bíllin sem Björgólfs sonurinn gaf pabba sínum í afmælisgjöf?
Ef svo er, þá er nú sá Hrói Höttur sem stal honum, bara vel að honum kominn og vonandi að hann geti nýtt hann til góðra verka.
Lýst eftir Rolls Royce | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |