Mafíulýðveldið Ísland

Sem betur fer er mafían og spillingar öflin á Íslandi ekki eins þróuð og á Ítalíu. Það hefur hugsanlega orðið Íslandi til "happs" að bankahrunið varð, því nú er tækifæri til að uppræta þau spillingaröfl sem hafa grafið um sig hér.
mbl.is Ítölsk yfirvöld aðvöruð 1999
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Bubbi að verja spillingaröflin?

Ef það er rétt skilið að Bubbi sé að gera lítið úr stóru styrkveitingunum út af því að þær upphæðir séu svo lágar í samanburði við upphæðirnar í bankahruninu, er hann annaðhvort vitlaus eða spilltur. Sem betur fer eru ekki margir sem eru að kaupa svona rök.

Gefum okkur að Bubbi sé spilltur og sé hundur spillingaraflanna, þá er þetta hlægileg tilraun til útúrsnúnings.


Af því að þeim er ekki stætt á öðru

Grundvallarmistökin Hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki er þeir áttuðu sig ekki á því að upplýsing meðal almennings hefur vaxið og þar með sjálfstæð hugsun og geta hans til að draga ályktanir eftir rökum. Á sama tíma hafa þessir flokkar orðið spilltari og hrokafyllri gagnvart almenningi.

Mér finnst mjög ólíklegt að t.d 20 milljón króna auglýsingaherferð hjá framsóknarflokki næði að vinna til baka þau atkvæði sem hann hefur misst við að hanga á upplýsingagjöf um fjárframlög, eins og hundur á roði.


mbl.is Framsókn opnar bókhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vangaveltur um næstu skref

Nú eru mörg okkar sem með þessu fylgjast, að velta fyrir okkur hver næstu skref verða og hvort flokkurinn hafi bolmagn til endurgreiðslu. Hér er mín tilfinning;

Þeir voru pottþétt! ekki að hugsa til mögru áranna, a.m.k ekki ef miðað er við rekstur flokksins á ríkinu, skattalækkanir í miðju góðæri og vöxtur útgjalda á sama tíma, eitthvað sem er þvert á öll lögmál hagfræðinnar.

Siðferðilega er þeim ekki stætt á öðru en að borga til baka og að sjálfsögðu með vöxtum og verðbótum. Mig grunar að flokkurinn hafi ekki fjárhagsleg tök á því og heldur ekki siðferðilega burði til að axla viðeigandi ábyrgð í þessu máli frekar en öðrum.


mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur spillingar og landráða

Lygar, Spilling, sannleikanum sópað undir teppi, síðan þegar allt kemst upp, hvað er gert þá? Jú Geir H Haarde látinn axla ábyrgð. Það er svona eins og Saddam væri grafinn upp og hengdur aftur! Þessi tilhneiging til sífelldrar afneitunar, lygar og hvítþvotts étur flokkinn innan frá sem er gott mál.
mbl.is „Það logar allt stafnanna á milli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamur flokkur án öfga

Mér líst best á þennan flokk úr því sem um er að velja. Vonandi kemst hann í stjórn og vonandi fylgir hann þeim málum eftir sem hann hefur kynnt sem verkefni.


mbl.is Þriðjungur myndi kjósa Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirstrikar spillinguna

Ef einhver er enn að velkjast í vafa um að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru og hafa verið gjörspilltir kjötkatlaflokkar. Þá ætti það að vera skýrt núna. Þeir vinna ekki að hagsmunum fólksins í landinu, heldu hverra þeirra sem hafa hag af því að arðræna okkur og hafa okkur fé. Skiptir þá einu hvort um sé að ræða erlend stórfyrirtæki, Íslenskar auð og valdaklíkur. Það er tekið á móti fé frá hverjum sem er og unnið gegn hagsmunum þjóðarinnar eins og svo rækilega hefur komið í ljós! 
mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru seldir ævintýramönnum fyrir slikk af spilltum stjórnmálaöflum

Einkavæðingaferli bankanna er skólabókadæmi hvernig spillt stjórnvöld vinna gegn hagsmunum þjóða sinna, til að hygla peningaöflum sem styrkja þau á móti með ýmsum hætti.

Þessir ævintýramenn framkvæmdu síðan "copy paste" af Enron gjaldþrotinu í Kjölfarið. Áður en allt fór til fjandans göptu stór hluti almennings og stjórnmálamanna af undrun og aðdáun.

Það er ótrúlegt að horfa t.d upp á afneitun Valgerðar Sverrisdóttur á því að hún hafi gert eitthvað rangt eða einhver mistök hafi átt sér stað. Hún ætti nú að fara halda kjafti og láta sig hverfa eins og Geir H Haarde virðist loks hafa gert

 


mbl.is Lentu í höndunum á ævintýramönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingaröflin ráða dómskerfinu

Þó svo að það séu komin ný stjórnvöld hafa spillingaröflin grafið allstaðar um sig. Þar á meðal í dómskerfinu og þau ráða því enn miklu af því sem fer fram í stjórnsýslu landsins. Það mun taka tíma að uppræta þessi öfl, og þó að þau öfl missi formlega stjórn í eitt kjörtímabil hefur það lítið sem ekkert að segja.
mbl.is Karl Georg sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigert fyrir lög sniðin að auðvaldinu

Það urmull fleiri réttlætismála sem þarf að breyta í lagaumhverfinu, sem hefur verið nánast sérsniðið að hagsmunum auðvaldsins. Eitt dæmi er hvernig lögverndun ýmissa iðnstétta sem hefur verið óformlega afnumin í gegnum árin. Það er hægt að halda áfram endalaust og nefna dæmi þar sem réttindi hafa verið tekin af okkur. Þeir flokkar sem mestu hafa ráðið undanfarna áratugi voru á góðri leið með að gera Ísland að algjörlega gerspilltu mafíu-bananalýðveldi.

 

 

 


mbl.is Réttlætismál sem velkst hefur í kerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband