Vanhæf Skólastjórn

Það er ljóst að til að leysa vandamál eins og er í FSu, þarf meira en eina eða tvær ræður skólastjóra. Það að mórallinn sé orðinn þetta lélegur og langt leiddur, er merki um að skólastjórnendur hafa leyft því að gerast vegna áhugaleysis og eða vanhæfni.

Það þarf meiriháttar og markvissa vinnu til að snúa við stefnu skólans og bæta ástandið. Það verður greinilega eitthvað að gerast og það er verra að gera ekki neitt. Róttæk breyting eins og ný skólastjórn væri skynsamleg, að mínu mati.

Menntamálaráðherra ætlar víst að skoða málið. Og hvað svo?


mbl.is Keyrði 70 km í FB frekar en halda áfram námi í FSu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað vakir eiginlega fyrir þessum höfundi. Enn á ný kemur hún með frétt þess efnis að sverta þennan góða skóla.Á nemanda í skólanum sem kannast ekki við neitt af því sem höfundur er að reyna að koma á skólann.Hann fer glaður í skólann á morgnanna og kemur glaður heim. Það á við um meirihluta nemendur. Í öllum skólum er að finna nemendur sem ekki finna sig og því leita þeir annara leiða eins og fara í bæinn. Hvað er fréttnæmt við það. Sigrún þú mættir draga upp jákvæðu myndina sem ríkt hefur af þessum skóla hér, ekki einungis koma með þessar neikvæðu fréttir. Hundleiðinlegt að lesa þetta dag hvern þegar um einungis örfáa nemendur er um ræða.

Magnús J. (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:20

2 Smámynd: smg

Magnús: Það eru vandamál í skólanum sem þarf að taka á. Það má vera að þau snerti ekki alla nemendur. En það breytir ekki þeirri staðreynd að vandamálin eru til staðar og að ekki hefur verið tekið á þeim.

smg, 25.2.2009 kl. 10:57

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Það eru ekki allir sem lenda í þessu ,en þeir sem lenda í þessu líður ,mikið illa hef sjálf lent í einelti veit hvað það er .

Ólöf Karlsdóttir, 25.2.2009 kl. 12:31

4 identicon

Ekki er ég að draga úr áhrifum eða alvarleika eineltis. Það eru mál sem við öll þurfum að taka á og þar má ekki gleyma þætti foreldra sem stundum skýla sig á bakvið skóla og kenna þeim um ef eitthvað er ekki að ganga upp. Alltof algengt. Veit ekki betur en að nemendur hafi verið á miklum fundi í gær með skólastjórnendum og lögregluyfirvöldum um þessi mál og eru allir að vinna að því að koma málum í réttan farveg. Því er ég undrandi á því að Sigrún höfundur þessarar greinar skuli enn og aftur draga upp þessa neikvæðu mynd af skóla þar sem góður mórall og gott samfélag hefur ríkt í mörg ár. Var sjálfur nemandi við skólann og leið þar vel þó nemendur kæmu frá hinum ýmsu stöðum vítt og breitt um Suðurlandið. Vil bara að fjallað sé um málið frá fleiri sjónarhornum. Sigrún kemur vonandi með skemmtilega frétt bráðum, þetta er þreytandi lestur um það hvernig á að gera frétt um nánast ekki neitt.

Magnús J. (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:04

5 identicon

Það er öruggt að mörgum líður vel í þessum skóla, en svona umræða kviknar aldrei af einu eða teimur tilfellum og finnst mér þau satt að segja orðin of mörg. Og sjálfsagt má stundum kenna foreldrum um, en ekki alhæfa Magnús þú getur það ekki. það geta verið vel gáfuð börn frá góðum heimilum sem lenda í einelti. En kannski ert þú einn af þeim sennilega gerandi en ef sálfræðilega væri skoðað gætir þú verið þolandi. Miðað við skrif þín þá er eitthvað að.

Lilja (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:17

6 identicon

það er bara fínt að vera í Fsu.  Var þar fyrir rúmu ári. Skil ekki þessa asnalegu umræðu. Það eru vitleysingar í öllum skólum. Meiri umræðan. Fólk þarf greinilega stundum bara að geta talað um eitthvað nógu neikvætt. Rosa sniðugt líka að kenna alltaf kennaranum um þegar þú fellur. Er það ekki  dæmigert í dag?

Einar Leifs (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 16:24

7 identicon

Hef nú ekki mikið verið að tjá mig við fréttum eins og þessum en gat ekki orða bundist þar sem mér hefur þótt þessi fréttaflutningur mjög á einn veg á meðan 950 ángæðir nemendur af 1000 ganga um skólann. Það var einungis það sem ég var að reyna að segja. Það er greinilegt að ekki má segja sína skoðun án þess að sumir(Lilja) hreiti í mann og telja að eitthvað mikið sé að hjá mér. þetta lýsir einmitt þessari umræðu og þessari frétt. Held áfram að tala vel um Fjölbrautarskóla Suðurlands þar sem ég sjálfur stundaði nám og þótti frábær skóli.Hugsa mig 2x um áður ég tek næst þátt í svona umræðum þar sem sumir virðast hafa af því ánægju af því að vera með leiðindi. Tek undir með þér Einar og vona innilega að þessum kjánafréttum linni og að þessi mál leysist farsællega.

Magnus J (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 19:36

8 identicon

Ég hef aldrei skrifað athugasemdir áður á fréttir af mbl.is en þessi frétt snertir mig óbeint svo að ég ætla aðeins að veita ykkur dómurunum innsýn í fsu.

Ég er nemi við FSu og mér líður mjög vel. Það er jú svæðaskipting en þú getur alveg setist við eitthvað borð og reynt að troða þér inní samræðurnar, það er alveg no problem. Svo fyrir leiðinlegt og asnalegt fólk er líka sérborð þar sem ég held að allir séu velkomnir. 

Þetta er frábær skóli með tveimur ofbeldisatvikum á svipuðum tíma, enda bara white-trash pakk sem er flækt í það. Auðvitað er ég ekki að segja að allir ,,white-trash" séu eitthvað gallaðir en margir þeirra eru það. 

Finnst þetta bara fáranlegt og tilgangslaust hjá Jóhönnu, hún á greinilega sjálf eitthvað bágt sérstaklega ef hún velur FB í staðinn fyrir einhvern almennilegan skóla fyrst hún er svona svakalega gáfuð. Og já, ef Magnús Már eða Krístin Bjarna grætir einhvern þá er það viðkomandi að kenna að vera svona asnalega viðkvæmur og asnalega lélegur nemandi.

reiði ívan

Ívan Guðjón (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 19:59

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Ívan áttir sig kannski ekki á því - en með orðum sínum staðfestir hann - frekar en hitt - móralinn í FSu.

Sérborð fyrir leiðinlegt og asnalegt fólk já.

Ívan ætti að fara varlega með hugtakið "white trash".

"You can take the girl out of the trailer park - but you can´t take the trailer park out of the girl!"

Róbert Björnsson, 25.2.2009 kl. 20:57

10 Smámynd: Róbert Björnsson

Og Magnús -  ef þér finnst það bara eðlilegt og í lagi að 50 af 1000 nemendum skólans (veit ekki hvar þú dróst þessa tölu upp) líði illa og að það taki því ekki að tala um það því meirihlutanum líði bara vel - þá finnst mér það lýsa sorglegu viðhorfi.

Það hlýtur að vera takmark allra skóla að ÖLLUM nemendum líði vel - þessir 50 nemendur af 1000 eiga jafn mikinn rétt á skólagöngu og hinir, ekki satt?

Eða ert þú einn af þeim sem ert þeirrar skoðunar að grimmd og regnskógar-lögmálið (survival of the fittest) sé hreinlega af hinu góða?  Það er point út af fyrir sig...svona Laizzes-Faire approach?  

Róbert Björnsson, 25.2.2009 kl. 21:05

11 identicon

Róbert það má misskilja það sem ég átti við. Vil bara að það sé líka talað um að það eru margir ánægðir nemendur í Fsu sem myndu ekki vilja vera í neinum öðrum skóla. Ég vil að sjálfsögðu að öllum líði vel og að huga þurfi að þeim sem líður illa. Ekki nokkur spurning. Meira bara að fjallað sé líka um það sem jákvætt er. Þessi skóli hefur miklu meira af jákvæðum hlutum og þær sögur mega alveg heyrast.

Maggi J (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 21:46

12 Smámynd: Róbert Björnsson

Magnús:  Þar er ég alveg sammála þér!   Það er margt mjög gott við FSu og þar starfar margt frábært og hæft fólk og 90% af nemendunum eru frábærir krakkar.  Það má ekki gleyma því í þessari umræðu.

Róbert Björnsson, 25.2.2009 kl. 21:51

13 Smámynd: smg

Ívan: Þú skrifar þarna eitthvað um "Hvítt rusl" lið sem getur sjálfu sér um kennt. Verð að segja að ég er sammála Róberti um að þú ættir að fara varlega í þá umræðu, því viðhorf þín mætti skilgreina sem viðhorf "hvíts rusls".

Magnús: Vil alls ekki vera með leiðindi, en bendi þér á að pæla í þeim rökum sem Róbert kemur með. Það að t.d 950 af 1000 nemendum líði vel í skólanum er alls engan veginn merki um vel stýrðan skóla. Með góðri skólastjórn  sem tæki á vandamálum tengdu einelti og ofbeldi, væri hægt að gera Fsu að góðum skóla fyrir alla! nemendur.

smg, 25.2.2009 kl. 23:08

14 Smámynd: Landfari

Það fer ekki milli mála eftir lestur þess sm Ivan skrfar að það er eitthvað mikið að þarna í skólanum.

Landfari, 25.2.2009 kl. 23:50

15 identicon

Ef ég man rétt þá vantar það nú inn í þessa frétt að Jóhanna fór í húsmæðraskóla eftir önnina þar sem hún féll...ekki rétt Jóhanna? Og það nám er að sjálfsögðu ekki í boði í FSU, þeim góða skóla!

Gunnar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 01:15

16 identicon

Þetta er bara innsýn úr venjulegum nema við fsu. Það eru svæði enda mörg sveitafélög kringum Selfoss, Stoksseyri, Eyrarbakki, Þorlákshöfn, Hveragerði, Flúðir, Hella, Hvolsvöllur og endalaust mikið af sveitum ... og svo auðvitað Selfoss.

Stundum kýs fólk að vera á "sínu svæði" en það hafa margir ákveðið frekar að fara á önnur svæði, eins og vinur minn sem er frá Selfossi og á kærustu frá Hellu, hann sest oftar núna á Hellu-svæðinu heldur en Selfoss-svæðinu.

Og ég segi bara sannleikann eins og hann gerir sig. White Trash er til í öllum skólum, það þykist vera geðveikt hardcore og reykir á skólalóð og er flest í einhverju rugli (dópi, svo þið snúið ekki úr þessu hjá mér líka. Róbert er nú útúrsnúningameistarinn) en allir vita að flestir í svona hópi eiga erfitt. Bæði atvikin snúast í kringum svona fólk og það er bara óheppni að þetta hafi verið látið viðgangast. Örlygur er hæfasti skólastjóri sem mér dettur í hug og hann reynir alltaf að gera það sem best er fyrir alla, líka gerendur því að þeir eiga jafn bágt ef ekki meira en þolendur!

Hvítt rusl er mjög einfalt, það er sófi þar sem þetta fólk er (og er kallað white-trash og það veit það alveg og er stolt af því eða eitthvað því það klæðist sumt svörtum peysum með mynd af hvítu rusli og halda að þau séu geðveikt frumleg og fyndin). Já það er líka sérborð fyrir outcastin þar sem þeim líður vonandi vel, en aftur á móti gætu þau alveg sest þar sem þau vildu því að enginn færi að reka þau burt nema um virkilegt hatur milli nema væri að ræða, sem er held ég ekki til nema hjá white-trash lýðnum.

Ívan Guðjón (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 09:29

17 identicon

Og já, Hveragerði er í 40km fjarlægð frá RVK, ekki 70!

Ívan Guðjón (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 10:07

18 Smámynd: Landfari

Ívan, hún þarf að komast til baka líka ekki satt?

Landfari, 26.2.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband