Af því að þeim er ekki stætt á öðru

Grundvallarmistökin Hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki er þeir áttuðu sig ekki á því að upplýsing meðal almennings hefur vaxið og þar með sjálfstæð hugsun og geta hans til að draga ályktanir eftir rökum. Á sama tíma hafa þessir flokkar orðið spilltari og hrokafyllri gagnvart almenningi.

Mér finnst mjög ólíklegt að t.d 20 milljón króna auglýsingaherferð hjá framsóknarflokki næði að vinna til baka þau atkvæði sem hann hefur misst við að hanga á upplýsingagjöf um fjárframlög, eins og hundur á roði.


mbl.is Framsókn opnar bókhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

SMG

Þarna liggur munurinn á Framsókn og ýmsum öðrum. Framsóknarmenn standa við loforð sín - þótt það geti verið óþægilegt fyrir flokkinn.

Hygg að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi EKKI haft samband við þá er styrktu flokkana - og þannig gengið bak orða sinna gagnvart þeim sem höfðu á sínum tíma óskað eftir því að nafn þeirra kæmi ekki fram.

Veit að Samfylking pælir ekki í slíku - enda stjórnast hún fyrst og fremst af því sem hún telur að falli í kramið hverju sinni - þótt hún gangi á bak fyrri loforða í þeim populisma.

Framsókn hafði samband við þá sem veittu styrkina - og birtu listan þegar samþykki þeirra lá fyrir. Flóknara er málið ekki.

Hallur Magnússon, 13.4.2009 kl. 09:44

2 Smámynd: smg

Hallur: Hvað sagði Siv Friðleifsdóttir á borgarafundi/Framboðsfundi RUV í beinni í síðustu viku? 

Hún sagði þá að ekki stæði til hjá Framsókn að birta nöfn þeirra aðila sem styrktu flokkinn.

Það er nú grunnhyggið hjá þér að kjósendur hafi  svona lélegt minni :)

Það var ekki fyrr en í gær sem Framsóknarflokkurinn brotnaði og  birti nöfn styrktaraðila.

smg, 13.4.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: smg

Ef samþykki styrktaraðila þarf að liggja fyrir, bendir það til þess að þeir hafi óeðlilega mikil ítök í flokknum, líkt og hjá, tja, spilltum flokki.

smg, 13.4.2009 kl. 11:36

4 Smámynd: Hallur Magnússon

SMG

Það var línan hjá Framsókn byrjun að það flokkurinn myndi ekki birta þetta án samþykkis fyrirtækjanna - og sérstaklega tekið fram að flokkurinn legðist ekki gegn birtingu þessara upplýsinga.

Framkvæmdastjóri flokksins fór strax í að hafa samband við forsvarsmenn þessara fyrirtækja - og þegar samþykki lá fyrir varlistinn birtur. Svo einfalt er málið  - hvernig sem þú reynir að snúa út úr því.

Hallur Magnússon, 13.4.2009 kl. 13:56

5 Smámynd: smg

Held bara að hvorugur sé að snúa útúr málum hér. Hinsvegar það að fjárstyrkur til stjórnmálaflokks þoli ekki sólarljós undirstrikar annarlega hagsmunavinnu milli gefanda og viðkomandi stjórnmálaflokks. Framsóknarflokkurinn kom síðastur fram með upplýsingar um styrki, eftir mikinn þrýsting úr samfélaginu. Þetta undirstrikar spillingu.

smg, 13.4.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband