Fyrirmynd fyrir Íslenska stjórnmálamenn og kjósendur

Alistair Darling virðist vera stjórnálamaður sem vinnur að hagsmunum fólksins, ekki fyrirtækja auðvaldsins. Hann skellir hryðjuverkalögum á smáríki til að innheimta tapað fé fólks og nú sýnir hann bankageiranum heima hjá sér tennurnar, sem ætlar sér að fara svínokra á í þessu tilfelli, smærri fyrirtækjum. Það vaxtaokur er þó ekkert í samanburði við það okur sem hefur fengið að dafna með samþykki stjórnvalda hér undanfarna áratugi. Við kjósendur getum breytt þjóðfélaginu okkur til hagsbóta með því að kjósa stjórnmálamenn sem hafa heildarhagsmuni að leiðarljósi. Með því að vinna ávallt að heildarhagsmunum þjóðarinnar mun það skila okkur öllum arði. Ég vil meina að Íslensk þjóðarsál sé að mörgu leiti eigingjörn og skammsýn og hafi þessvegna kosið yfir sig spillta, klíkukennda stjórnmálamenn, sem hafa að markmiði að þjóna fáum útvöldum.


mbl.is Darling varar við vaxtaokri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fúlt að þurfa að borga næstu áratugina fyrir þessa íslensku  bankamenn eftir alla vextina sem þeir fengu í gegnum árin.Það var ekki hægt að fá lán örðuvísi en með háum vöxtum og fasteignaveðum.Í raun voru þeir með í höndunum eilífðar gullgæs en spiluðu þetta úr höndunum þegar græðgin náði völdum "Sjaldan launar kálfurinn..............

hörður halldórsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 18:00

2 Smámynd: smg

Vextir hér sem voru sumir að slaga milli 20 og 25% eru skilgreindir sem Okurvextir í siðmenntuðum löndum. Reyndar eru vextir okurlánara yfirleitt miklu lægri en 20-25% þannig að e.t.v er ekki til alþjóðleg skilgreining á þeim, icerate kannski?

smg, 27.7.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband