5.7.2009 | 23:15
Siðferðilega erfiðar ákvarðanir í starfsmannastefnu
Það er væntanlega siðferðilega krefjandi spurningar, sem stjórnendur fyirtækja í svona sporum þurfa að spyrja sig. Ef þeir rýna einungis á tölur blaða, er líklega hagkvæmast fyrir þá að hafa að stærstum hluta Austur evrópskt vinnuafl og síðan örfáa Íslenska stjórnendur. Taki fyrirtæki ákvörðun um slíka starfsmannastefnu má segja að boltanum með siðferðisspurningunni sé velt yfir á verkkaupa, sem í tilfelli fyrirtækis á borð við Ístak, væru Ríki og Sveitarfélög að stærstum hluta.
Það er ekkert að fara að breytast" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyrðu... hvar er nú allt sem VG ætluðu að gera í atvinnumálum? Það þurfti ekki fleiri álver á Íslandi, því það var svoooooo mikið annað hægt að gera. Sprota-þetta og ferðaþjónustu-hitt. Fara ekki alveg að hrannast upp vinstri grænu fyrirtækin sem bjarga okkur?
Steingrímur J er falsspámaður. Hann er úrræðalaus og duglaus, fullur af lygum og hroka. Eða með hans eigin orðum: Hann er gunga og drusla! Í stað þess að örva atvinnulífið finnur hann nýja skatta og álögur. Nú kemur eitthvað nýtt gjald, vegna þessara einstaklinga sem nú fara á bætur. Það þarf jú að vega upp á móti töpuðum tekjum!
Steingrímur hefur nú sýnt hvern mann hann hefur að geyma! Hann er góður í stjórnarandstöðu þegar hann getur gjammað án ábyrgðar, en núna er hann á miðjum leikvellinum, hann er með allt niðrum sig og svo gjörsigraður að hann getur bara lapið upp rök andstæðinganna. Ég vona bara ekki að hann tilkynni að hann sé að ná glæsilegri niðurstöðu við stjórn landsins, líkt og hann gerði um "afrek" félaga Svavars Gestssonar í Icesave málinu! Þá erum við búin að vera!
Guð blessi Ísland! Síðasti maður í Leifsstöð slekkur ljósin!
Byltingarforinginn, 6.7.2009 kl. 00:55
Byltingaforingi: Var nú ekki að tjá mig um VG eða Steingrím. Þér er hinsvegar frjálst að tjá þig eins og þú vilt um það málefni í athugasemdadálkinum mínum, þó það séu nú til betri vettvangar fyrir slíkt og þar sem það næði augum fleirri lesenda :)
smg, 6.7.2009 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.