Einkavæðingar Leiðtoginn í þversögn

Davíð ætti að hafa vit á því að halda sig til hlés, og hefði átt að uppgötva það fyrir nokkrum árum, þá hefði hann getað hætt með snefil af sæmd. Talandi um sæmd þá finnst mér að ætti að meina Sjálfstæðisflokknumm að bera heitið "Sjálfstæðis"flokkur, því hann stendur fyrir allt annað en Sjálfstæði, a.m.k Sjálfstæði Íslands. 


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mistök voru gerð. Og það er eitt. Annað er að nú þarf að forða frekari mistökum. Til þess er Davíð best fallinn. Þjóðin þarf á honum að halda núna, hann hefur dug til þess og ég veit ekki um neinn sem ég treysti betur fyrir okkur í dag. Steingrímur og Jóhanna eru gengin af vitinu og nú er Davíð okkar eina von.

assa (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: smg

Assa: Hugsanlega einhverntíma. Hinsvegar held ég að sú tíð sé liðin og hann ekki í stakk búinn til þess nú. Það er auðvelt fyrir hann að opna munninn og gagnrýna, en á sama tíma hnýtur hann um ummæli frá fyrri tíð sem gera málflutning hans ómarktækan. Ábyrgðin liggur að miklu leiti hjá honum, Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og þeirri stefni sem þeir flokkar komu sér saman um að framfylgja. Öll spillingin, frjálshyggjan og einkavinavæðingin hefur skilið Íslenska þjóð eftir í kalda kolum og ábyrgðin, er þessara flokka og kjósenda þeirra. Því væri affarsælast fyrir Davíð að halda sér til hlés með öllu.

smg, 5.7.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband