Greinilegt að Olweus "áætlun" virkar ekki

Latir og vanhæfir skólastjórnendur virðast geta slegið um sig, með því að flagga því að í þeirra skóla sé Olweus áætlun og því ekkert einelti. Þetta eru sorgleg dæmi um það aðgerðaleysi sem þolendur eineltis þurfa að búa við. Í svona tilfellum gerir svona áætlun hlutina í raun verri og minnka líkur á upprætingu eineltis. Samþykkt tillögunnar tel ég frábæra og skapa það nauðsynlega aðhald sem þurft hefur þeim skólastjórnendum sem ekki hafa unnið eða valdið sinni vinnu.
mbl.is Brugðist verði við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Olweus er sennilega óskilvirkasta og lélegasta „eineltisáætlun“ sem ég veit um. Það er meiri tilgangur í því að borða ananas heldur en að tileinka sér þá áætlun.

Halldór Eldjárn (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 00:51

2 Smámynd: special1

Þetta er ekki að virka hérna hjá okkur og mikil skömm. Okkar barn hefur orðið fyrir líkamsárás og stöðugu áreiti frá samnemanda í 6 mánuði og skólayfirvöld neita enn að viðurkenna það sem einelti. Gróf árás í 4 skipti þar sem það stórsá á barninu okkar yfir 11 atvik þar sem hann kíldi ,hrinti eða sló hann utan undir.

Þetta er enn ein sorgarsagan í velmegunar þjóðfélaginu okkar. Brotið Ísland.

special1, 20.5.2009 kl. 05:08

3 identicon

Enda er það augljóslega ekki einelti, special1.

Þú þarft að læra skilgreininguna, eða þá að gera eitthvað sjálfur í málinu með því að leggja inn kæru, það þýðir ekkert að væla og væla og væla bara meira þegar að það þjónar álíka miklum tilgangi og að borða ananas.

Helgi (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: smg

Halldór: Veit það ekki fyrir víst hvort Olweus áætlunin sé gölluð eða ekki. En af fréttaflutningi síðastliðinna mánuða að dæma, þá sýnist mér sem áætlunin sé misnotuð í líkingu við  þetta dæmi: Alkhólisti fer á einn AA fund og eftir það segði hann að allt væri í himnalagi hjá sér og benti á AA barmerkið sitt sínu máli til sönnunar. Að mínu mati hjálpaði það ekki þeim alka að díla við sín mál, frekar en að borða ananas.

Helgi: Stöðugt áreiti í 6 mánuði, heilan vetur, er ekkert annað en einelti. Einelti getur verið framkvæmt af einum eða fleiri gerendum. Stundum fylgja líkamsárásir einelti og stundum ekki. Hvet þig til að kynna þér hvað skilgreinist sem einelti, því það er beinlínis rangt hjá þér að segja að ekki sé um einelti að ræða í frásögn special1. Burt séð frá því hvort rétt væri að kæra skólayfirvöld sem ég tel reyndar grundvöll fyrir, af frásögninni að dæma.

smg, 20.5.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband