11.4.2009 | 07:44
Vangaveltur um næstu skref
Nú eru mörg okkar sem með þessu fylgjast, að velta fyrir okkur hver næstu skref verða og hvort flokkurinn hafi bolmagn til endurgreiðslu. Hér er mín tilfinning;
Þeir voru pottþétt! ekki að hugsa til mögru áranna, a.m.k ekki ef miðað er við rekstur flokksins á ríkinu, skattalækkanir í miðju góðæri og vöxtur útgjalda á sama tíma, eitthvað sem er þvert á öll lögmál hagfræðinnar.
Siðferðilega er þeim ekki stætt á öðru en að borga til baka og að sjálfsögðu með vöxtum og verðbótum. Mig grunar að flokkurinn hafi ekki fjárhagsleg tök á því og heldur ekki siðferðilega burði til að axla viðeigandi ábyrgð í þessu máli frekar en öðrum.
Framhaldið í höndum formannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Næstu lygi þurfa þeir að vanda til, en æfingin skapar meistarann þ.a. ég treysti því að hún verði mjög góð. Það skal hengja bakara fyrir smið. Þetta er svo lágreyst hyski þarna í þessum Sjálfstæðis spillingarflokk
Guðmundur Pétursson, 11.4.2009 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.