Stórt skref í lýðræðisátt, svartur dagur fyrir Íhaldið

Sýnist eins og þarna sé verið að tryggja hagsmuni þjóðarinnar fyrir inngöngu í ESB.

Næst þarf að tryggja meiri þrískiptingu valds, afnema framsal á kvóta.

Þetta er skref í rétta átt, hinsvegar er kerfið og lagaramminn hér á landið svo rotið, spillt og sérsniðið að hagsmunum fárra, að mikið verk er fyrir höndum.


mbl.is Hindra auðlindaafsal til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef við göngum í Evrópusambandið mun íslenzka efnahagslögsagan eftirleiðis aðeins verða hluti af efnahagslögsögu sambandsins. Yfirstjórn sjávarútvegsmála myndi færast til Brussel og ekki væri hægt að koma í veg fyrir að aflaheimildir við Ísland færðust í hendur erlendra aðila. Hvernig í ósköpunum ætti slíkt ákvæði í stjórnarskránni að koma í veg fyrir það? Svarið er einfalt, það getur það ekki. Um algerlega merkingarlaust ákvæði er að ræða, ekki sízt þar sem einhvers konar þjóðareign er ekki til í lögfræði og hefur enga lögfræðilega þýðingu. Ríki geta átt ýmislegt, t.d. fyrir hönd þegna sinna, en ekki þjóðir. Þjóðir eru einfaldlega ekki lögaðilar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 09:32

2 identicon

Það var búið að koma lögfræðiálit á svona máli.  Og þar kom einmitt fram að þjóð getur ekki átt eign.

Rétt sem Hjörtur bendir á að þetta ákvæði er því miður merkingarlaust.  Síðan í Evrópusambandinu er í gildi stjórnarskrá sem við þyrftum nú að fara eftir að stórum hluta ef ekki öllum.  

Það er verið að búa til eitt ríki með Esb, og ef við ætlum að vera þar að þá að sjálfsögðu verðum við að fara eftir því sem þeir segja okkur að gera.

Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:02

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Beisikallí myndi ekkert breytast viðvíkjandi sjávarútvegnum við inngöngu ísl. i ESB.  Það er öllum ljóst sem kynna sér umrætt mál.

Líú og propagandaarmur þeira Heimssýn,  hefur verið með afar villandi (vægast sagt) hræðslu og bulláróður í þessu sambandi sem enginn sem kynnir sér málið tekur mark á.  Enginn.

Áróður Líú og þeirra fylgifiska er svo harður að hann er farinn að vekja athygli erlendis:

"Líkt er til, at harða stríðið hjá íslendska reiðarafelagnum, LÍU, móti ES-limaskapi hevur gjørt mun, tí nú vísir ein kanning, at meirlutin av íslendingum er ímóti at fara upp í Evropeiska Samveldið, skrivar Fiskeribladet/Fiskaren."

http://www.kringvarp.fo/index.asp?s=49&Id=66198

Það sem Líú raunverulega óttast við ESB er að tekið verði fyrir það að lífsbjörg innbyggjara þorpa útum landið verði selt sisona burt úr byggðalaginu eins og tíska hefur verið hér á landi.   Enda mannréttindabrot.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2009 kl. 10:09

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið er ekki einhver stimpilpúði fyrir íslenzkar ákvarðanir ef við færum þar inn eins og þú virðist halda. Yfirstjórn þessara mála færi til Brussel. Engin trygging væri síðan fyrir því að aflaheimildir við Ísland héldust í höndum Íslendinga enda reglan sem Evrópusambandssinnar segja að muni tryggja það breytingum háð og aðeins hugsuð sem tímabundin ráðstöfun í byggðamálum sem afnumin verður strax og aðstæður leyfa eins ogfram kemur t.a.m. í Grænbók framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 2001.

Þetta er ekkert flókið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 12:06

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ómar, ég hef örugglega kynnt mér þessi mál talsvert meira en þú ef marka má okkar skoðanaskipti um þau. En þar sem ég er ekki sammála þér er ég víst óalandi :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 12:19

6 identicon

Hví vera að taka stórt upp í sig um eitthvað sem við vitum ekki með neinni vissu fyrr en samningur liggur fyrir?

Það eina sem hægt er að gera á þessu stigi er að álykta. Í því ljósi vil ég minna á að innan EU er rekin metnaðarfull stefna um að styðja sérstaklega við jaðarsvæði innan sambandsins sjálfs og innan einstakra ríkja þess, svo fjárhagslegri afkomu þeirra sé ekki ógnað. Bændur á norðurslóðum (sem þó liggja í mörgum tilvikum mun sunnar en Ísland) í Finnlandi og Svíþjóð hafa nýtt sér slíka styrki í umtaslverðum mæli.

Þótt engin fiskveiðiþjóð af íslensku kalíberi hafi hingað til gengið í EU ættu sömu sjónarmið augljóslega að gilda um Ísland og fiskveiðar.

Er þetta nokkuð flókið?

Kári (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:09

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hjörtur, eitt er að kynna sér mál, annað að setja af stað propagandastríð þar sem öllu er snúið á haus í þeim tilgangi að villa um fyrir fólki eins og þú og vinir þínir í LÍÚ gera.  Þið eigið bara að skammast ykkar.

Staðan í þessum málum er orðin svoleiðs núna að það er búið að reka ofaní ykkur allan lygaáráðurinn sem komið hefur frá ykkur á undanförnum árum.  Hvert eitt og einast atriði.

Þessvegna er taktíkin orðin þannig hjá ykkur núna að þið setjið fram hálfkveðnar vísur, látið liggja að einhverju óræðu án nokkurra raka eða heimilda.  Nútíma Gróa á Leiti stíllinn.

Síðast í gær neyddist LÍÚ séffinn til að viðurkenna í Speglinum að ekkert mundi breytast við inngöngu viðvíkjandi sjávarútveginum og fór í staðinn að spinna upp einhverja þvælu um að "hitt og þetta" gæti gerst í "svo og svo" fjarlægri framtíð.

Þið eruð með allt á hælunum í ykkar málflutningi og aðeins fólk sem hefur ekki tíma eða nennu kaupir áróðursþvæluna úr ykkur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2009 kl. 13:26

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er ekki nokkur einasti vandi að hindra auðlindaafsal fyrir fullt og fast. Bara aldrei að ganga í ESB og málið er leyst.

Annars er það ekki sjávarútvegurinn sem ég set fyrir mig heldur framsal á löggjafar- og framkvæmdavaldi. Einnig þessi þankagangur að Ísland geti fengið styrki, sem kemur m.a. fram í orðum Kára hér að ofan "innan EU er rekin metnaðarfull stefna um að styðja sérstaklega við jaðarsvæði ..." Um leið og þjóð fer að treysta á styrki minnkar hún eigin slagkraft. Það er ávísun á hnignun.

Væri óskandi að ESB sinnar reyndu að horfa 30 ár fram í tímann en einblína ekki á fisk og fallvötn. Þetta snýst um miklu fleiri hluti en það.

Haraldur Hansson, 6.3.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband