2.3.2009 | 09:33
Misheppnuð tilraun við að fylgja misheppnaðri hugmyndafræði
Nú er að koma í ljós um heim allan að frjálshyggjuhugmyndafræðin virkar ekki í praxis. Ekki frekar en kommúnisminn eða Nasisminn. Sjálfstæðisflokkurinn kom á frjálshyggjuvæðingu í Íslensku þjóðfélagi. Frjálshyggjuvæðing felur þó það í sér að farið sé eftir grunnhugtökum hagfræðinnar. Sem þýðir að þegar vel gengur í atvinnulífinu, hækki skattar og að ríkið dragi úr framkvæmdum. Og síðan þegar dregst saman í atvinnulífinu kemur ríkið inn með skattalækkanir og fer í framkvæmdir. En hvað gerði Sjálfstæðisflokkurinn með Framsóknarflokkinn í pilsfaldinum í góðærinu? Fór í gegndarlausar framkvæmdir, ríki og sveitafélög sem og að lækka skatta. Þetta er hagstjórn þvert! á allar! kenningar hagfræðinnar!
Afleiðingin er efnahagslegt hrun á Íslandi sem er margfalt stærra en það sem er að gerast í kringum okkur.
Aðrar ástæður sem hafa ýtt undir þetta mikla fall, eru ólýðræðisleg vinnubrögð innan stjórnarflokkanna og í stjórnkerfinu. Það hefur aldrei mátt gagnrýna eða hlusta á ráðleggingar. Þau vinnubrögð eru svo sem dæmigerð fyrir stjórnmálaflokka sem aðhyllast öfgar, hvort sem þær eru til hægri eða vinstri.
Spilling er vegur þungt og er bæði orsök og afleiðing í þessu ferli.
Það sem Íslenska þjóðin þarf á að halda, er að gerð verði almennileg breyting á stjórnarskránni sem tryggir raunverulega þrískiptingu valds. Hún þarf einnig að fara nýta sér hugtakið lýðræði og koma því á í öllu stjórnkerfinu, þ.m.t stjórnmálaflokkunum.
Flokkurinn þoli stór orð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nú gott og blessað að ráðast á fólkið í flokknum sem var á vakt þegar hrunið dundi yfir, en er ekki líklegt að hugmyndafræðin hafi líka verið röng að einhverju leiti. Þetta, að flokkurinn hafi alltaf rétt fyrir sér, en fólkið í flokknum sé haldið breiskleika, minnir svolítið á gömlu Sovétríkin og Kommonistaflokkinn þar á sínum tíma.
Guðlaugur Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 10:03
SJÁLFSTAEDISFLOKKURINN BYGGIST Á HRAESNI OG HEFUR ÁVALT GERT.
HLUTVERK SJÁLFSTAEDISFLOKKSINS ER EINUNGIS EITT:
VERJA OG AUKA AUD THEIRRA RÍKU. PUNKTUR.
SJÁLFSTAEDISFLOKKURINN SEGIST VERA FYRIR SAMKEPPNI. HVERNIG GETUR THAD VERID SAMKEPPNI AD ÚTHLUTA ÚTVÖLDUM KVÓTA?
DAEMI UM HRAESNI SJÁLFSTAEDISFLOKKSINS: VERKALÝDSNEFND SJÁLFSTAEDISFLOKKSINS.
DAEMI UM HRAESNI SJÁLFSTAEDISFLOKKSINS: STÉTT MED STÉTT
EKKI NOKKUR HUGSANDI MANNESKJA MED SJÁLFSVIRDINGU KÝS SJÁLFSTAEDISFLOKKINN.
RÉTT SKAL VERA RÉTT (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.