Stórt skref í rétta átt

Að mínu mati er ríkisstjórnin að gera góða hluti og einbeita sér að hlutum sem skipta máli.

Hún er að vinna í þágu fólksins og er að gera það á réttlátan hátt.

Hræðsluáróðurinn sem hefur ómað í þjóðfélaginu gagnvart miðju/vinstristjórn (kallað vinstri stjórn) er einhvern veginn sífellt að verða máttleysislegri og ómálefnalegri.


mbl.is Ríkisstjórnin eykur upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Alveg eins og frjálst flæði upplýsinga á markaði er nauðsynlegur hluti eðlilegrar verðmyndunar þá eru upplýsingar í stjórnmálum eru mikilvægur hluti þess að fólk geti gert upp hug sinn á réttum forsendum þegar það ákveður hvaða flokk á að "kaupa" í næstu kosningum. Menn kaupa ekki köttinn í sekknum ef þeir hafa fullar upplýsingar.

Hér er það einstakt að upplýsingagjöf aukist undir vinstri stjórn miðað við hægri - öllu jafna ætti maður að búast við því að það sé öfugt.

Valan, 19.2.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: smg

Vala:  Ástæðurnar fyrir aukinni upplýsingagjöf miðju/vinstristjórnarinnar held ég að séu þessar. Hægri/miðju stjórnirnar sem setið hafa meira eða minna síðustu áratugi, hafa fjarlægst kjósendur hvað varðar það að vinna að hagsmunum þeirra. Sú vinna hefur þróast út í að vinna aðallega að hagsmunum þeirra sem "eiga" flokkana, semsagt auðug fyrirtæki og einstaklingar. Afleiðingin er að það skaðar fylgi þeirra að hafa gott upplýsingaflæði til almennings. Því þá kemur í ljós að ekki er unnið að hagsmunum almennings, heldur að hagsmunum fárra útvaldra.

Þeir flokkar sem nú eru við stjórn eru ekki í "eigu" stórra fyrirtækja eða hagsmunasamtaka. Því beinist hagsmunavinna núverandi stjórnvalda að öllu þjóðfélaginu, landsmanna og atvinnulífinu.

Margir vilja meina að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafi spillst og hagsmunavinna þeirra beinist að æ smærri hópum, þjóðfélaginu til skaða.

smg, 19.2.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband