Til hamingju Óskar

Til hamingju Óskar Bergsson þú hefur greinilega  lært hagfræði 103 einhversstaðar.                   Maður fær næstum á tilfinninguna að þú sért ekki stjórnmálamaður.

Nú er bara að miðla til hinna sveitarstjórnanna og ríkisstjórnar hvað þú lærðir í þessum áfanga.


mbl.is Reykjavík íhugar framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég skil ekki alveg þessa færslu.

Ég er ekki framsóknarmaður, en Óskar Bergsson er rekstrarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og húsasmíðameistari og hefur því líklega ágætis innsýn inn í bæði byggingageirann og einhverja hagfræðikunnáttu.

Þessi orð hans ber því ekki að gagnrýna eða hæðast að.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.11.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: smg

Ég er heldur ekki framsóknar maður. Ég skal útskýra færsluna.

Ég er sammála því að nú sé tíminn fyrir ríki og sveitafélög að framkvæma og þarafleiðandi er þetta hárrétt viðbrögð hjá Reykjavíkurborg. En hinsvegar hafa ríki og sveitafélög ekki hagað sér rétt með tilliti til hagsveiflna. Dæmi; T.d. að fara út í byggingu menningarhúss á Akureyri á árinu 2006, þegar toppurinn var í hagsveiflunni. Í byrjun þeirrar framkvæmdar voru 90% vinnuafls erlendir aðilar sem sendu 90% af laununum sínum beint út. Annað dæmi Framkvæmdir við jarðgöng við Vaðlaheiði slegin af þegar kreppir að. Mín menntaskóla hagfræði segir mér að þetta er kolröng hagstjórn, aðferð við að jafna út hagsveiflur. Því sé ég orð Óskars sem viðleitni að hárréttum viðbrögðum. Ég er semsagt ekki að gagnrýna Óskar né Reykjavíkurborg en ég áskil mér rétt til að hæðast að hvaða stjórnmálamanni hvenær og hvar sem er. Ég er ekki að segja að þeir séu lágkúruleg fífl þó mér kunni að finnast það!

smg, 1.11.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband