Í eigu eins mesta þjófs Íslandssögunnar?

Er þetta ekki bíllin sem Björgólfs sonurinn gaf pabba sínum í afmælisgjöf?

Ef svo er, þá er nú sá Hrói Höttur sem stal honum, bara vel að honum kominn og vonandi að hann geti nýtt hann til góðra verka.


mbl.is Lýst eftir Rolls Royce
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Nei líklegast er þetta bíll sem hefur verið til hérna í þó nokkur ár.

Ef svo er þá minnir mig að hann hafi komið inn gegnum bílaleigu sem var hérna á tímabili, og ég held að einhver gullsmiður hafi átt síðar.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 11.2.2009 kl. 12:30

2 identicon

Er þetta ekki Rollsinn af Hasso bílaleigunni, það var allavegana alltaf einn í HFJ hjá þeim.

Humi (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:41

3 Smámynd: Páll Jónsson

Af myndinni af dæma þá er þetta enginn milljarðamæringabíll, bara smekklegur fornbíll og örugglega ömurlegt að missa hann.

Páll Jónsson, 11.2.2009 kl. 12:41

4 Smámynd: Steini Thorst

Þetta er Hassobíllinn,.....myndi fara varlega í svona yfirlýsingagleði.

Gangi þjófnum hins vegar vel að fela þýfið,..hahahaha :)

Steini Thorst, 11.2.2009 kl. 12:43

5 identicon

Já. Get líka staðfest það að þetta er bíll sem var einu sinni í eigu Hassó. Hann er nú ekki mjög verðmikill.

Gabríel Þór Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:47

6 identicon

Björgúlfs sonurinn gaf pabba sínum aldrei Rolls Royce heldur var það fornbíll af gerðinni Bentley sem er að vísu bróðir Rolls Royce. Sá bíll var síðast þegar ég vissi metinn á u.þ.b. 30 milljónir.

Axel (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:55

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki eykur þú á virðingu þína Steinn með þessari færslu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 13:40

8 Smámynd: Páll Jónsson

Axel: Ég er nú alls ekki viss um að Bentley bíllinn hans Björgólfs hafi verið fornbíll, var þetta ekki 90-og-eitthvað módelið af túrbó R?

Páll Jónsson, 11.2.2009 kl. 13:47

9 Smámynd: smg

Ok þá er spurningu minni svarað og komið í ljós að þetta er bíllinn sem var í eigu Hasso. Vona bara að hann finnist óskemmdur.

Steini Thorst: meira eins og spurningagleði, heldur en yfirlýsingagleði! :)

Heimir: Gæturðu útskýrt? Varpa þarna fram spurningu í gríni. Getur verið að þú sért að eiga erfiðan dag og kímnigáfa þín ífjarri góðu gamni? ;)

smg, 11.2.2009 kl. 13:53

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steinn, væri ekki skynsamlegra að merkja svona leiðinda áburð sem grín? Ég er síður en svo sneyddur kímnigáfu en svona bull á ekki heima í opinberum skrifum.

Í þínum sporum myndi ég eyða færslunni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 13:59

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s. Finnst þér þetta fyndið?

Í eigu eins mesta þjófs Íslandssögunnar?

Ef svo er áttu samúð mína.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 14:01

12 Smámynd: smg

Heimir: Vá þú ert algjörlega að eiga erfiðan dag og kýst að reyna fá útrás með þessum dapurlega hætti.

Já mér finnst útrásarvíkingarnir/bankastjórar einkavæddu bankanna vera í hópi mestu þjófa Íslandssögunar, alveg tvímælalaust!

Þarf enga samúð frá þér Heimir og myndi ekki þiggja hana þó hún væri í boði! Það ert þú sem þarft á samúð að halda, verandi svona aumkunarverður í samúð þinni til Útrásarvíkinganna. En þú skalt vita að þú færð enga samúð frá mér!

Farðu út í heim, labbaðu upp á fell og vertu þar!

smg, 11.2.2009 kl. 14:14

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka "góðar" óskir Steinn Jónsson, sem lýsa þér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 15:03

14 Smámynd: smg

Heimir: Gjörðu svo vel Heimir þú mátt gráta eins og þú vilt hérna. Ég er eiginlega farinn að vorkenna þér og held að þú sért svona manneskja sem fólk á ekki að vera vont við.

smg, 11.2.2009 kl. 15:12

15 Smámynd: Björn Jónsson

smg, þjófnað er ekki hægt að réttlæta, sama hver á í hlut.

Sumir þjófar eins og Á.J. líta þetta öðrum augum, en þeir sem stela eru einfaldlega ekki í lagi.

Ég leit ekki á þetta blogg þitt sem grín, en oft þarf maður að þekkja viðkomandi til að vega og meta hvað er sagt í alvöru og hvað ekki.

Björn Jónsson, 11.2.2009 kl. 20:55

16 identicon

Páll, það getur vel verið að það sé rétt hjá þér, ég man bara eftir frétt nokkurri í blaði nokkru fyrir nokkrum árum um bíleignir Björgólfs en man ekkert hvernig Bentley þetta var nema það sem ég get dæmt af útlitinu.

Axel (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 00:23

17 identicon

Heimir Fjeldsted, Nýkaupsforstjóri virðist vera eitthvað fýldur.

Númi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband