Stjórnvöld skiptu við glæpafyrirtæki!

Stjórnvöld gátu sagt sér og vissu að það yrði komið fram við starfsfólk Impregilo eins og rusl.         Nú eru það stjórnvöld/almenningur sem eru að brenna sig á þessu fyrirtæki. Ennfremur er álverð á leiðinni niður fyrir 1500$, sem þýðir að það stefnir í Tap! af framkvæmdinni.

Kannski hefði verið betra að hafa eitthvað annað en bara álver og aftur álver?


mbl.is Ríkið endurgreiði Impregilo 1,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sum okkar töluðu um þetta löngu áður en fólk almennt áttaði sig, en það er ekki hlustað á okkur, geðveika draumórafólkið með fjallagrös milli tanna. Nei, áldæmið var það eina sem gat bjargað okkur frá kreppu.

Villi Asgeirsson, 23.12.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Georg Birgisson

Dómurinn segir að Impregilo hafði rétt fyrir sér og átti ekki að greiða þetta. Varla er kalla Impregilo glæpafyrirtæki fyrir það að hafa haft rétt fyrir sér og sótt þann rétt í gegnum dómskerfið.

Hvort hægt sé að kalla þá glæpafyrirtæki á öðrum forsendum er svo annað mál.

Georg Birgisson, 23.12.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Impreglio er glæpafyrirtæki, en það breytir því ekki að íslensk stjórnvöld voru jafn glórulaus í þessu máli sem öðrum.

Villi Asgeirsson, 23.12.2008 kl. 11:32

4 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Ef Villi Ásgeirsson er látinn borga of mikinn skatt, fær það staðfest fyrir dómi að hann hafi borgað of mikinn skatt, er þá Villi Ásgeirsson glæpamaður ef hann vil fá endurgreiðslu af þeirri skattgreiðslu sem ofgreidd var ?

Og svona for the record, þá held ég að ef við tölum um glæpafyrirtæki núna þegar fólk er farið að sjá ljósið, þá held ég að Impregilo sé nú ekki einu sinni á topp-tíu listanum yfir mestu glæpafyrirtæki Íslandssögunnar (eða erlendum fyrirtækjum sem hér hafa starfað).

Hugsum hlýlega til Baugs um jólin !

Ingólfur Þór Guðmundsson, 23.12.2008 kl. 11:46

5 identicon

Impregilo, er/var glæpafyrirtæki.  En það sem verra var að stjórnvöld vissu af því, þegar gengið var til samninga við það.

J.a. (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 12:03

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Impregilo er gegnrotið fyrirbæri á borð við Rio Tinto og fleyrir vafasöm, sorglegt að skipta við glæpamenn og hleypa þeim inn fyrir hliðið. Tapið af kárahnjúkaruglinu verður mikið þegar upp verður staðið. Þó að ég treysti ekki ITM fyrir fimm aura er það rétt mat hjá þeim að upphaf hruns Íslands megi að nokkru rekja til þessarar heimskulegu framkvæmdar, við hefðum samt farið á hausinn án þess, bankaglæponarnir sáu til þess með hjálp nytsamra sakleysingja á þingi og í stjórn.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.12.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband