Meinlaus Minkarækt

Engan veginn réttlætanleg skemmdarverk.

Þekki ekki nákvemlega til starfsemi Orf. Hinsvegar þegar minkarækt var hafin á Íslandi, var fullyrt að þeir myndu ekki sleppa út, hvað þá þrífast hér. Ræktun með erfðabreyttar plöntur og lífverur er litin hornauga á vesturlöndum og háð ströngum skilyrðum. Spurning hvernig umgjörðin er hér fyrst hægt er að brjótast inn, komast að plöntunum og vinna á þeim skemmdarverk? Starfsemi Orf hefur verið á gráu svæði, þ.e. ræktun erfðabreyttra plantna. Spurning hvort við séum föst í þróunarríkjahugsanahættinum? Seljum orkuna odýrt frá okkur til mengandi stóriðju staðsettri hér, seljum fiskinn óunnin sem hrávöru og svo þetta, Ísland sem svæði til tilrauna með erfðabreyttar plöntur. Er ekki að réttlæta glæpinn, en langar til að benda á "þróunarríkjavinkilinn" sem við við virðumst vera föst í, a.m.k í kollinum.


mbl.is Skemmdarverk unnin á tilraunareit í Gunnarsholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vorbygg er undantekningarlaust einær jurt og lifir veturinn einungis sem fræ. Þau sá sér ekki sjálf.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:45

2 identicon

Þetta eru glænýjar upplýsingar frá Ejólfi. Vorbygg. Af hverju hefur ORF aldrei komið með þetta fyrr? Erfðabreyttar plöntur eru stórhættulegar og ekkert er hættulegra en erfðabreytt fyrir lyfjaiðnaðinn. 

Annah (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:53

3 identicon

Þetta eru glænýjar upplýsingar frá Önnuh. Af hverju hafa móðursjúkir náttúruverndargeðsjúklingar ekki komið með þetta fyrr? Fáfrótt fólk er stórhættulegt og ekkert er hættulegra en þau fyrir Ísland.

Stefán (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 20:21

4 identicon

Annah,

Glænýjar upplýsingar? Það eru ekki beint rakettuvísindi að lesa sér til um svona hluti, þótt það sé e.t.v. auðveldara og þægilegra að gleypa samsæriskenningarnar hráar og öskra sig svo hása(n). Ertu að skemmta þér vel yfir Zeitgeist? ;)

Vorbygg: sáð og plantað að vori, uppskera að hausti = þolir Íslenskt veðurfar. Einært

Annað bygg (vetrarbygg): sáð/plantað að hausti, þroskast sumarið eftir, uppskera að hausti = þolir ekki Íslenskt veðurfar. Einært (vetrareinært kallast það).

Fram að næsta ræktunartímabili eru einærar jurtir einungis til sem fræ sem þarf síðan að sá fyrir næsta tímabil. Sjáðu t.d. hvað kartöfluræktandi þarf að gera (sama life cycle) til að tryggja sér uppskeru næsta sumar. Sá sem ekki gerir það fellur í þá gildru sem máltækið "að borða útsæðið" fjallar um. Án þess að það sé varðveitt og plantað fyrir næsta sumar, er ræktunin búið spil.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband