Einkavæðing

Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, orkuveitur, löggæsla eru einfaldlega stofnanir sem mér finnst að ætti alls ekki að einkavæða. Reynsla breta af einkavæðingu lestakerfis þeirra er slæm. Þjónusta, öryggi og verð hækkuðu, sem þýðir að ávinningur almennings varð enginn, en nokkrir hluthafar græddu.

Öðru máli gegnir um þar sem ríkið er í rekstri, eins og tildæmis lagningu vegakerfa. Þar er sjálfsagt að bjóða þau verk út. En umsjá og rekstur vegakerfis virðist hagkvæmast með tilliti til hagsmuna almennings og ríkis, að þeir þættir séu ríksreknir.


mbl.is Danskur einkarekstur á ríkisspena?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þekki ég ekki hvernig lestakerfið var einkavætt í bretlandi, en er einhver samkeppni í því?

Jóhannes (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:00

2 Smámynd: smg

Það var bútað niður í fjölmargar einingar. Dæmi miðasala fór til nokkura aðila, viðhald til nokkurra osfrv osfrv. Milli þessara aðila átti síðan að ríkja heilbrigð samkeppni og þeir sem keyptu hlutabréf í fyrirtækjum sem spjöruðu sig best áttu að græða vel. Reyndin varð að til þess að standa undir kröfum hluthafa um mikinn gróða, var skorið á viðhald og þjónustu sem leiddi til verri og óöruggari þjónustu. Nokkur misalvarleg slys urðu, upp komst um brot á starfsmönnum og kvartanir farþega kerfisins margfölduðust. Stjórnvöld skárust í leikinn og komu með kröfur um öryggi og aðbúnað starfsmanna en hin einkavæddu fyrirtæki kröfðust styrkja til að standa undir þeim. Staðan núna er að lestar kerfið er kostnaðarsamara fyrir skattgreiðendur, vegna ríkisstyrkja og þjónustan er verri. Svara þetta spurningunni þinni.

smg, 15.8.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband