Ekki til hagkvæmari samgöngur

Það heimskulegasta sem hægt er að gera í t.d í svona árferði, er að byggja ekki upp almenningssamgöngur. 

Hægri armurinn hefur hinsvegar frá upphafi barist ötullega gegn almenningssamgöngum með öllum tiltækum ráðum. Ástæðan er svo að öfl sem flytja inn olíu, bifreiðar, jarðvegs og vegaverktakar og aðrir hagsmunaaðilar tengdir einkabílaiðnaðinum fái meiri hagnað af því, að almenningur sé háður einkabílnum. Þarna er dæmi um þegar stjórnvöld vinna ekki að heildarhagsmunum þjóðarinnar, en þjóna frekar fjársterkum hagsmunaaðilum. 

Sparnaður fyrir þjóðarbúið af því að hafa öflugar almenningssamgöngur, svo sem Jarðlestir, lestir kringum landið, öflugt strætókerfi og hjólastíga, eru slíkir að augljóslega hefur, vegna annarlega hagsmuna, ekki verið farið út í þróun þeirra. 

Þarna er ein ástæða fyrir að moka spillingunni burt :)


mbl.is Strætó í greiðsluþrot hefði ekkert verið að gert, segir Jórunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Það er svo sem gott og blessað að byggja upp almenningssamgöngur, hitt er svo annað, hvernig á að fá fólk til að nota þær. Það er búið að ala nokkrar kynslóðir upp með því hugarfari að það sé neyðarúrræði að nota slíkar samgöngur.

Einar Steinsson, 2.7.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

það þurfa að skella á miklar hamfarir svo þjóð okkar losni úr þessum álögum sem hún virðist vera í. Ég hélt að efnahagshrunið myndi hafa mikil áhrif á hugsunarhátt landsmanna en enn eru þeir flestir staðnaðir í hugsun. Gjaldeyrinn sem við brennum í innflutt eldsneyti er all svakalegur og við sem gætum framleitt mest allt eldsneyti á strætisvagna innanlands. Það þýðir ekki að hugsa alla hagkvæmni útfrá skammtíma markmiðum.

Björn Halldór Björnsson, 2.7.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ísland er í raun eina landið í heiminum þar sem væri tiltölulega einfalt að leysa samgönguvandamálið á umhverfisvænan hátt. Það eina sem skortir er pólitískur vilji.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2009 kl. 11:24

4 identicon

Held að fólk þurfi nú að fá smá "reality check" í tengslum við almenningssamgöngur, lestarsamgöngur verða aldrei hagkvæmar á Íslandi meðan þær geta ekki keppt við einkabílinn eða flug í löndum sem hafa haft lestarsamgöngur í meira en hundrað ár og sums staðar í meira en 150 ár og eru talsvert þéttbýlari en Ísland. Ísland er of fámennt til að geta nokkurn tíma staðið undir þeirri fjárfestingu sem þarf til að byggja lestarkerfi sem væri nógu umfangsmikið til að draga úr notkun einkabíla þannig að merkjanlegt væri.

Gulli (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 13:53

5 Smámynd: smg

Gulli: Það sem þú dregur fram í mótrökum eru þessar sömu gömlu, ósönnu klisjurnar um að þetta sé ekki hægt. Hvernig í ósköpunum gátum við byggt Jarðgöng?, jafnvel fyrir þar sem byggð er svo fámenn að það mun aldrei borga sig? Fyrir stuttu var gert mat á hagkvæmni neðjanjarðarkerfis fyrir Reykjavík og samkvæmt því myndi það borga sig. Það þarf að líta á stóru myndina. Heildarávinningur væri m.a verulega minna útstreymi fjármagns í eldsneyti og innkaup bifreiða. Það er mikilvægt að fólk láti ekki plata sig á svona vitleysu eins og Gulli er að halda fram. Þetta er hægt, en það þarf pólitískan vilja og þetta er langtíma verkefni. Einhversstaðar þarf að byrja og nú er rétti tíminn til þess.

smg, 3.7.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband