Örugg og traust ávöxtun

Miðað við trúverðugleika Íslensku bankana, lífeyrirssjóðanna og rússíbanareið Íslensk hagkerfis, er Allianz einfaldlega örugg og traust geymsla og ávöxtun lífeyris, að mínu mati.
mbl.is Bréf Allianz er viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tjah með 4% front-end load þurfa þeir að skila ansi fokking góðri ávöxtun til að þetta brask borgi sig.

Hefurðu kannað hver ávöxtunin hefur verið hjá Allianz?

Penisionfund (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 11:33

2 identicon

Þeir hafa allavega verið með jákvæða ávöxtun í 120ár.  Alltaf.  Allavega treysti ég þjóðverjum mun betur til að ávaxta mína peninga heldur enn nokkurntíman Íslenska banka hvorki í fortíð/nútíð né framtíð.

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 13:53

3 identicon

4% af iðgjaldi er ekki mikill kostnaður miðað við 0,5-2% höfuðstólsþóknun sem bankarnir og íslensku lífeyrissjóðirinir eru að hirða af okkur. Ég get sagt í hreinskilni að Allianz sparnaðurinn minn er það eina sem ég á eftir bankahrunið

Ævar (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 16:23

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég bjó 12 ár í Þýskalandi og það sem ég sakna mest eru bankarnir, tryggingafélögin og matvöruverslanir. Öll þessi fyrirtæki buðu góðar vörur á mun lægra verði en hér á landi. Það væri gott ef Þjóðverjar tækju að sér að reka a.m.k. einn banka og eitt tryggingarfélag hér á landi og síðan gætu þeir opnað nokkrar ALDI verslanir og Bauhaus, en þá er ég góður! Allt þetta og mikið meira gæti verið í boði ef þið höfum vit á að koma okkur inn í ESB á næstu árum.

Vinur minn var með söfnunartryggingu hjá Allianz og þegar hún var á enda fékk hann risastóran bónus (sjá hér að neðan: hagnaðarhlutdeild). Hann keypti sér fyrir sparnaðinn hús í Danmörku á einhverri eyju og nýjan bíl.

Tekið af heimasíðu Allianz á Íslandi og ég tek fram að ég vinn ekki fyrir fyrirtækið, en er með minn séreignalífeyrissparnað þar og sé ekki eftir því:

Allianz tryggir lágmarksávöxtun upp á 2,25%

Þýska ríkið heldur uppi mjög virku eftirliti með störfum tryggingarfélaga sinna og eru með strangar reglur um fjárfestingarstefnu þeirra. Samkvæmt þýskum lögum, frá janúar 2007, er tryggingarfélögum þar í landi heimilt að lofa allt að 2,25% lágmarksávöxtun. Þessi ávöxtun helst óbreytt út samningstímann.

Litlar sem engar sveiflur í ávöxtun

Það sem skiptir máli á endanum er alltaf hvaða meðalávöxtun þú ert að fá á þinn sparnað. Allianz hefur náð yfir 7% ávöxtun að jafnaði í meira en 30 ár, þetta tryggir að viðskiptavinurinn veit að hverju hann gengur þegar hann þarf á sínum peningum að halda.

Hagnaðarhlutdeild

Allianz er skylt samkvæmt þýskum lögum að skila 90% af umframhagnaði, þ.e. umfram þá ávöxtun sem áætluð var við upphaf samnings, aftur til viðskiptavina sinna. Allianz hefur verið að skila 94 - 98% sem þýðir að ef Allianz gerir betur en lofað er þá njóta viðskiptavinir Allianz góðs af því, ekki bara Allianz.

Fjárfestingastefna

Fjárfestingastefna Allianz er helsta ástæða mikillar velgengni sjóða Allianz. Að lágmarki fjárfestir Allianz 70% í öruggum fjárfestingum s.s. skuldabréfum innan EB, húsnæðislánum og öðrum öruggum fjárfestingum.

Sparnaðurinn er í evrum

Að öllu jöfnu er sparnaður Íslendinga í íslenskum krónum þar með talið skyldulífeyrissparnaður, það er því tilvalið að nýta sinn séreignarsparnað og fjárfesta í sterkum miðli á borð við evruna.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.5.2009 kl. 17:10

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Guðbjörn !

Þetta fyrirtæki hefur stóran hluta af sínum tekjum af því að fólk hætti að greiða af einhverjum orsökum á fyrstu tveimur árum samningsins, hættir að uppfylla samningin og þannig eignast sjóðurinn með húð og hári allar inngreiðslur verst stæðu einstaklingana sem greiða í hann.

Guðmundur Jónsson, 12.5.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband