Fasistaviðbrögð við meinleysislegri hústöku

Þetta er svo hallærislegt land sem við búum í finnst mér stundum. Held að sem flestir hefðu gott af því að sjá Ísland, okkur Íslendinga frá öðru sjónarhorni, t.d með því að búa og starfa erlendis um tíma. Og sjá þá að við erum ekki stærst flottust, gáfuðust osfrv, heldur bara venjuleg þjóð í Evrópu.
mbl.is Fríverslun lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Af hverju eru manneskjurnar með grímu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.5.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er ekki venja

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.5.2009 kl. 22:19

3 identicon

Mér þykir líklegt að sum þeirra noti grímur vegna þess að ljósmyndari lögreglunnar mætir yfirleitt með lögreglunni á vettvang til þess að taka andlitsmyndir af mótmælendum eða hústökufólki.

Tómas (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:32

4 identicon

Hey ég er að spá í að mæta heim til þín á morgun og eigna mér húsið þitt, ok? Værirðu til í að vera búinn að taka smá til og fara með dótið þitt út fyrir hádegi? Flott, sjáumst!

Kjartan (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:02

5 identicon

Hallærislegt land hvað?  Mér finnst grímurnar hallærislegastar, þetta fólk hefur greinilega eitthvað að fela!

Guðrún (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:13

6 identicon

Eru þið eitthvað vitlaus?

Grimunar eru til þess að sýna samstöðu þannig að hreyfingin hafi ekki neitt eitt ákveðið andlit. En fjölmiðlar eru mjög gjarnir á að reyn að finna eitthvað andlit eða leiðtoga og í þessari hreyfingu eru engir leiðtogar.

Hústökufólk fer einungis inn í hús sem er ekki verið að nota og ég held að það sé mun meira gagn í bókasafni/fríbúð en einhverri plebba glæsihúsi sem á líklega aldrei eftir að verða byggt.

 Í hollandi hefur hústökufólk sömu réttindi og íbúar svo lengi sem húsið sé tómt í einhvern ákveðin langan tíma fyrir framm og það fari vel með húsið.

Ég tek það fram að ég tengist þessu fólki ekki beint en trúi þó á sömu hugmyndafræði og flest þeirra trúa á. Það er að segja að sumir hlutir séu einfaldlega almenningseign og að vald eigi að vera hjá einstaklingum ekki fyrirtækjum eða ríkistjórnum sem gera meira illt en gott.

nafnlaus? (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:22

7 identicon

Kjartan. Ertu virkilega að segja að þú sért svo blindur að þú sérð ekki mun á því að, annars vegar, koma á stað uppbyggilegri starfsemi í húsi sem átti að rífa svo hægt væri að skjóta upp verslunarmiðstöð (þ.e.a.s. áður en að horfur á íslandi urðu slíkar að ekki er mikill áhugi/vilji/fjárhagslegur möguleiki á slíkri framkvæmd), hús sem að meira að segja er í eigu fyrirtækis sem lítinn áhuga hefur á að nokkur skapaður hlutur verði gerður við það fyrir utan að jafna það við jörðu, hús sem að ekki nokkur sála býr í...

og hins vegar að taka yfir heimilið þitt sem þú býrð í? Sérðu virkilega engan mun?

Sérðu engan mun á því að nýta hús sem ekki á að gera nokkurn skapaðan hlut við, hús sem enginn býr í, hús sem hýsir ekki nokkra starfsemi og að taka yfir heimilið þitt?

Húsið hefur staðið autt í fleiri fleiri mánuði. Ég er ekki frá því að það hafi verið autt í hálft ár til tvö ár. Ég þori ekki að staðhæfa um nákvæman tíma hér því ég hef ekki töluna á hreinu.

En andskotinn hafi það þú hlýtur að skilja hvað ég er að reyna að segja.

Ég veit ekki í hvaða heimi þú býrð í. En ég get lofað þér því að það er stór munur þarna á. Og ég get svo sannarlega lofað þér því að ef þú byggir í þessu húsi þá væri enginn úr þessum hópi að byðja þig um að "taka smá til og fara með dótið þitt út fyrir hádegi". Það er úr rúmlega 2500 tómum húsum sem standa í niðurnýslu að velja. Þetta eru engir hálfvitar.

Þú vilt kannski að húsin standi frekar auð? Þér finnst kannski betra að það verði ekki gert nokkur skapaður hlutur við þau og þau látin standa auð næstu tvö árin?

Ekki drukkna úr vitfirringu.

Björn (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:39

8 identicon

"...Also, since Anarchist presence has been a very hot issue in the past few years, law enforcement has been known to film and take photos of random activists and keep files on those individuals. This can lead to problems in the future."

-Break the Bank

... (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:01

9 identicon

Uff ég veit djöfull er þetta hallærislegt land maður, fasísk lögregluyfirvöld verja mannréttindi og sinna starfi sínu af meðalhófi, uff fasisminn sem hér ríkir.

Þeir Íslendingar sem tjá sig um fasisma íslenskra yfirvalda annað hvort hreinlega vita ekki hvað fasismi er eða þeir eru algjörlega veruleikafirrtir og með bullandi ofskynjanir.

Sannleikurinn er sá að eignarréttur er á meðal mikilvægustu grunnmannréttinda og því er alveg fullkomlega eðlilegt að lögreglan verndi hann, sérstaklega þegar slíkt er gert með meðalhófi líkt og hér, fólk fær langan frest til að yfirgefa hús sem það braust inn í og síðan er því vísað út með viðbrögðum sem eru algjörlega í takt við aðgerðir fólksins.

Enn eins og allir vita þá er verndun eignarrétts og meðalhófssjónarmið mjög einkennandi fyrir fasisma. SA og SS sveitir þriðja ríkisins vernduðu eignarrétt og gættu meðalhófs í aðgerðum sínum tíma, mig minnir meira að segja að þær hafi sleppt fólki eftir aðeins stuttar yfirheyrslur, eða var það ekki annars?

Hafsteinn (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:38

10 identicon

Hafsteinn: Já, skv. mannréttindasáttmála SÞ er bannað að svipta mönnum eign sinni. En hústökufólkið var heldur ekki að gera það. Taktu eftir því að rétturinn til að eiga hluti er ekki það sama og rétturinn til að einoka hluti. T.d. ef ég á trampólín og einhver annar byrjar að nota það í leyfisleysi þá er hann ekki að svipta mér eign minni. Það er ekki fyrr en hann tekur það í sundur og selur það úr landi sem ég hef verið sviptur eigninni. Ég veit ekki hvort að hústökufólkið hafi nokkurntíman ætlað svipta AF-hús þessari eign, aðeins að nota hana. Eini rétturinn sem hústökufólkið tók frá AF-hús var rétturinn til að einoka eign sína. Lögreglan var að vernda einokunarrétt ríka mansins, ekki eignarétt.

Og já ætli það sé ekki fasismi ef einn þjóðfélagshópur getur, í krafti auðs síns, sagst eiga hitt og þetta og bannað öðrum þjóðfélagshóp að koma nálægt því, og ef hann gerir það þá getur hann kallað á rétthærri hóp manna til að berja það í burtu?

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 07:26

11 Smámynd: smg

Kjartan: Þetta voru nú ekki málefnaleg rök og frekar lélegur útúrsnúningur. Held að skortur á rökum gegn hústökunni undirstriki meinleysi hennar og sýni að í raun sé um jákvæðan gerning um að ræða að mörgu leiti.

Hafsteinn: Varðandi meðalhóf og SS sveitir, þá áttu þær einnig til að stilla fólki upp við húsvegg og skjóta það fljótlega eftir að það hafði verið handsamað, sem og að sleppa öðrum fljótlega eftir skýrslutöku, það var nú allt meðalhófið. Hvernig er það hérna? Stundum er fólki í óreglu "leyft" að hafast við í yfirgefnum húsum en ráðist harkalega gegn öðru. Sé ekki betur en að um sambærilegt mynstur sé að ræða. Varðandi SA sveitirnar þá voru þær upprættar að skipun Hitlers og nánast allir liðsmenn hennar teknir af lífi (meira meðalhóf?), en það er önnur saga.

smg, 7.5.2009 kl. 08:03

12 identicon

Í lagaleguem skilnigi er það alveg það sama. Ætlum við virkilega að leyfa hverjum sem er að taka lögin í sínar eigin hendur og ákveða hver á rétt á að eiga hvað.

Annað dæmi. Ef ég á tvo bíla, einn sem ég nota og einn sem ég nota ekki, en á hann af því að mér finnst hann svo helvíti flottur eða hann var á svo góðu verði eða jafnvel því að mig langar að tortíma honum til þess að byggja "moll" úr bílajárninu. Væri þá bara allt í lagi ef einhver kæmi og eignaði sér hann? Jafnvel þótt hann ætlaði að nota hann í tengslum við eitthvað krúttlegt félagsdútl, þá myndi ég segja honum að fokka sér, og GET A JOB.

Kjartan (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:14

13 identicon

Hvaða gagn er í einhverri glæsibyggingu sem enginn mun nota og verður líklega einhver forljót gler og málm ófreskja ?

Nákvæmlega ekkert.

Hvaða gagn er í því að fólk geri eitthvað í kreppuni og vinni í því að gera Ísland að betri stað í staðin fyrir að sitja á rassinum og væla eitthvað um ESB og stjórnvöld og gera ekki neitt?

Mikið.

Nafn (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband