Voru seldir ævintýramönnum fyrir slikk af spilltum stjórnmálaöflum

Einkavæðingaferli bankanna er skólabókadæmi hvernig spillt stjórnvöld vinna gegn hagsmunum þjóða sinna, til að hygla peningaöflum sem styrkja þau á móti með ýmsum hætti.

Þessir ævintýramenn framkvæmdu síðan "copy paste" af Enron gjaldþrotinu í Kjölfarið. Áður en allt fór til fjandans göptu stór hluti almennings og stjórnmálamanna af undrun og aðdáun.

Það er ótrúlegt að horfa t.d upp á afneitun Valgerðar Sverrisdóttur á því að hún hafi gert eitthvað rangt eða einhver mistök hafi átt sér stað. Hún ætti nú að fara halda kjafti og láta sig hverfa eins og Geir H Haarde virðist loks hafa gert

 


mbl.is Lentu í höndunum á ævintýramönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það meinlega í einkavæðingu bankanna er að þeir voru ekki seldir, heldur voru bankarnir gefnir vandlega völdum gjörspilltum flokksfélögum og pólitískum þrælum þáverandi valdhafa ríkisvaldsins. Bankarnir voru færðir ævintýramönnum á silfurfati og þjóðinni skipað að dást að gjörningnum. Það hefur síðan verið að koma í ljós að bankaþegarnir reyndust allir vera stórglæpamenn sem svífast einskis til að moka sem mestum fjármunum í eigin vasa með því að fela þýfið á erlendum leynireikningum. Ég sem borgari og skattgreiðandi krefst þess að bankahrunið verði skilgreindt sem sakamál þar sem bankaráðendurnir, það glæpahyski eins og það leggur sig, verði látið svara til saka fyrir þjófnað á gífurlegum fjármunum í eigu þjóðarinnar og stórskuldsetningu almennings í kjölfarið. Handtaka verður glæpalýðinn og setja í varðhald á meðan rannsókn á leifum sönnunargagnanna, sem þjófunum hefur ekki tekist að eyða þrátt fyrir aðstoð síðustu ríkisstjórnar, verður framkvæmd til að finna sannanir fyrir sök þessa glæpahyskis. Auk þess legg ég til að sett verði verðtrygging á laun fyrst ekki má afnema verðtryggingu skuldbindinga. Það er sjálfsögð grundvallar réttlætiskrafa.

corvus corax, 24.3.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband