Spillingaröflin ráða dómskerfinu

Þó svo að það séu komin ný stjórnvöld hafa spillingaröflin grafið allstaðar um sig. Þar á meðal í dómskerfinu og þau ráða því enn miklu af því sem fer fram í stjórnsýslu landsins. Það mun taka tíma að uppræta þessi öfl, og þó að þau öfl missi formlega stjórn í eitt kjörtímabil hefur það lítið sem ekkert að segja.
mbl.is Karl Georg sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það lögmannsins að verðleggja sparisjóðinn fyrir seljandann? Seljandinn var ánægður með verðið og samþykkti að taka við peningunum í skiptum fyrir stofnfjárbréfin. Hann hefði mátt vita að þau gætu verið meira virði. Það þýðir ekkert að skæla um það núna að hann hefði átt að fá meira borgað. Þetta eru mistök seljandans og hann skal fá að bera ábyrgð á þeim. Þetta dómsmál er skrípaleikur.

Jeje (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 14:42

2 identicon

Þessi færsla er enn ein sönnun þess að menn leyfa sér að bera næstum því hvaða þvælu sem er á torg nú til dags. Hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að Arngrímur Ísberg, dómari, sé á valdi eða hluti af spillingaraflanna svonefndu af því að hann telur ekki nægjanlega sannað að ákærði hafi framið það brot sem hann er ákærður fyrir til þess að heimilt sé að refsa honum?

Oddgeir Einarsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 15:25

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Fyrst tek ég fram að Karl Georg var sýknaður þannig að ég tala ekki um það mál hér.

Hitt er verra að mikið vantraust er mikið á dómstólum landsins. Það tiltraust er auðvitað til komið vegna þess að framkvæmdavaldið og framkvæmdavaldi eitt hefur stjórnað því frá A-Ö hverjir fari með dómsvaldið. ERGO hin heilaga þrígreining ríkisvaldins sem talað er um í stjórnarskrá vorri er því miður orðin tóm. Til þess að endurvekja traust á dómstólum þarf að taka skipunarvald dómara frá framkvæmdavaldinu.

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 18:52

4 Smámynd: Páll Jónsson

Guðmundur: Ég veit ekki betur en að nær undantekningalaust hafi verið farið eftir tilmælum þar til bærra aðila við skipun dómara. Það lyktar dálítið af paranoju að taka þessi, tja, þrjú dæmi sem deilt hefur verið um undanfarin ár og draga þá ályktun þar með að allt kerfið sé hlutdrægt.

Fólk vantreystir dómskerfinu vegna þess að almenningur virðist ekki vita nokkurn einasta andskotans hlut um hvernig það virkar.  

Sammála Oddgeiri í þessu máli. 

Páll Jónsson, 16.3.2009 kl. 19:38

5 Smámynd: smg

Páll: Það er hrokafullt af þér að segja að almenningur vantreysti dómstólum, vegna þess að þeir viti ekki hvernig þeir virka. Þau þrjú dæmi sem þú nefnir, líklega ráðningar m.a Þorsteins Davíðssonar og Jóns Steinars eru ekki einu dæmin, aðeins þau sem fjallað er um. Ráðningar dómara hafa ekki verið faglegar, heldur pólitískar og þar afleiðandi er dómstólum ekki treystandi í t.d pólitískt viðkvæmum málum og þeir jafnframt hentugt verkfæri til pólitískra ofsókna og ástundunar spillingar.

smg, 16.3.2009 kl. 23:41

6 Smámynd: Páll Jónsson

Hrokafullt? Það þarf ekki að lesa mörg komment við dóma á mbl.is til að sannfærast um einmitt þetta, þekking fólks er engin.

Og nefndu endilega dæmi um skipanir fleiri dómara sem hafa ekki verið á ófaglegum forsendum, þú hefur þetta greinilega allt á hreinu.

Páll Jónsson, 17.3.2009 kl. 16:16

7 Smámynd: smg

Páll: Þau dæmi sem ég nefndi, voru dæmi sem voru að mínu mati  ófaglegar skipanir. Þú ert annað hvort ekki vel læs eða hefur ekki skilið textann minn. Lestu þetta aftur. Það var annað dæmi fyrir nokkrum árum, haustið 2004. Man ekki nöfn úr því máli og ætla ekki að fara í rannsóknarvinnu. Það sem almenningur veit, er það að skipanir í embætti hafa orðið  sífellt ófaglegri og með blæ pólitískrar spillingar. Þetta veit fólk, og ég veit núna að þú skrifar líkt og aumur þjónn spillingaraflanna. 

smg, 17.3.2009 kl. 23:43

8 Smámynd: Páll Jónsson

Uhm, ég nefndi þrjár skipanir sem deilur spruttu um og átti þar við Jón Steinar, Ólaf Börk og Þorstein. Þú svarar með því að þetta séu ekki einu dæmin, ég bið þig þá um að nefnda þau en er svarað með skætingi.

Ég er ekki viss um að ég sé sá af okkur sem bæta þarf lesskilninginn.

En fyrst að fólk veit þetta þá er það líklega nóg, vitanlega hlýtur annar hvor dómari þá að vera spilltur sjálfstæðisdindill. Og allir sem efast um það greinilega aumir þjónar spillingaraflanna.

Páll Jónsson, 18.3.2009 kl. 02:41

9 Smámynd: smg

Páll: Held við séum á sama máli.

smg, 18.3.2009 kl. 21:20

10 Smámynd: Páll Jónsson

Umræðurnar eru líklega búnar þegar gagnaðilinn er sammála því sem ég taldi vera kaldhæðni...

Páll Jónsson, 19.3.2009 kl. 11:49

11 Smámynd: smg

Páll: Það er ekki ólíklegt að annar hver dómari sé kjósandi D listans. Hlutfallið er líklega miklu hærra. Stór hluti þeirra hefur líklega verið skipaður þó aðrir hæfari umsækjendur hafi einnig sótt um. Þetta hafa verið vinnubrögð sjálfstæðismann og framsóknarmanna. Ástæðan fyrir því er líklega sú að þessir flokkar eru kjötkatlaflokkar og í eigu aðila með mikla hagsmuni. Semsagt dæmigerðir spillingarflokkar og að ógleymdu að þeir hafa verið við völd lengur en góðu hófi gegnir. Þeir kjósendur D listans sem hyggjast sækja um dómarastöður þurfa þó ekki að óttast, því ráðningar verða á faglegum forsendum, nái lýðræðisöfl yfirhöndinni í komandi alþingiskosningum. Páll þú ættir að kynna þér hvaða áhrif pólitísk spilling og mafíustarfsemi hefur á hagvöxt þjóða sem síkt eru af slíku.

smg, 19.3.2009 kl. 22:16

12 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Sælir drengir.

Páll, þú biður um rök og rannsóknir. Mig langar að vísa ykkur á rannsókn sem Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur, gerði um pólitískar stöðuveitingar á íslandi og fjallar m.a. um ráðningar í stöður hæstaréttardómara.

Skýrsluna má lesa hér og þar með getið þið væntanlega lokið þessu karpi :) http://www.stjornmalogstjornsysla.is/images/stories/fg2006v/ghk.pdf

Sóley Björk Stefánsdóttir, 19.3.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband