11.2.2009 | 12:17
Í eigu eins mesta þjófs Íslandssögunnar?
Er þetta ekki bíllin sem Björgólfs sonurinn gaf pabba sínum í afmælisgjöf?
Ef svo er, þá er nú sá Hrói Höttur sem stal honum, bara vel að honum kominn og vonandi að hann geti nýtt hann til góðra verka.
Lýst eftir Rolls Royce | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei líklegast er þetta bíll sem hefur verið til hérna í þó nokkur ár.
Ef svo er þá minnir mig að hann hafi komið inn gegnum bílaleigu sem var hérna á tímabili, og ég held að einhver gullsmiður hafi átt síðar.
Kv EJE
Eggert J. Eiríksson, 11.2.2009 kl. 12:30
Er þetta ekki Rollsinn af Hasso bílaleigunni, það var allavegana alltaf einn í HFJ hjá þeim.
Humi (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:41
Af myndinni af dæma þá er þetta enginn milljarðamæringabíll, bara smekklegur fornbíll og örugglega ömurlegt að missa hann.
Páll Jónsson, 11.2.2009 kl. 12:41
Þetta er Hassobíllinn,.....myndi fara varlega í svona yfirlýsingagleði.
Gangi þjófnum hins vegar vel að fela þýfið,..hahahaha :)
Steini Thorst, 11.2.2009 kl. 12:43
Já. Get líka staðfest það að þetta er bíll sem var einu sinni í eigu Hassó. Hann er nú ekki mjög verðmikill.
Gabríel Þór Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:47
Björgúlfs sonurinn gaf pabba sínum aldrei Rolls Royce heldur var það fornbíll af gerðinni Bentley sem er að vísu bróðir Rolls Royce. Sá bíll var síðast þegar ég vissi metinn á u.þ.b. 30 milljónir.
Axel (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:55
Ekki eykur þú á virðingu þína Steinn með þessari færslu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 13:40
Axel: Ég er nú alls ekki viss um að Bentley bíllinn hans Björgólfs hafi verið fornbíll, var þetta ekki 90-og-eitthvað módelið af túrbó R?
Páll Jónsson, 11.2.2009 kl. 13:47
Ok þá er spurningu minni svarað og komið í ljós að þetta er bíllinn sem var í eigu Hasso. Vona bara að hann finnist óskemmdur.
Steini Thorst: meira eins og spurningagleði, heldur en yfirlýsingagleði! :)
Heimir: Gæturðu útskýrt? Varpa þarna fram spurningu í gríni. Getur verið að þú sért að eiga erfiðan dag og kímnigáfa þín ífjarri góðu gamni? ;)
smg, 11.2.2009 kl. 13:53
Steinn, væri ekki skynsamlegra að merkja svona leiðinda áburð sem grín? Ég er síður en svo sneyddur kímnigáfu en svona bull á ekki heima í opinberum skrifum.
Í þínum sporum myndi ég eyða færslunni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 13:59
P.s. Finnst þér þetta fyndið?
Í eigu eins mesta þjófs Íslandssögunnar?
Ef svo er áttu samúð mína.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 14:01
Heimir: Vá þú ert algjörlega að eiga erfiðan dag og kýst að reyna fá útrás með þessum dapurlega hætti.
Já mér finnst útrásarvíkingarnir/bankastjórar einkavæddu bankanna vera í hópi mestu þjófa Íslandssögunar, alveg tvímælalaust!
Þarf enga samúð frá þér Heimir og myndi ekki þiggja hana þó hún væri í boði! Það ert þú sem þarft á samúð að halda, verandi svona aumkunarverður í samúð þinni til Útrásarvíkinganna. En þú skalt vita að þú færð enga samúð frá mér!
Farðu út í heim, labbaðu upp á fell og vertu þar!
smg, 11.2.2009 kl. 14:14
Þakka "góðar" óskir Steinn Jónsson, sem lýsa þér.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 15:03
Heimir: Gjörðu svo vel Heimir þú mátt gráta eins og þú vilt hérna. Ég er eiginlega farinn að vorkenna þér og held að þú sért svona manneskja sem fólk á ekki að vera vont við.
smg, 11.2.2009 kl. 15:12
smg, þjófnað er ekki hægt að réttlæta, sama hver á í hlut.
Sumir þjófar eins og Á.J. líta þetta öðrum augum, en þeir sem stela eru einfaldlega ekki í lagi.
Ég leit ekki á þetta blogg þitt sem grín, en oft þarf maður að þekkja viðkomandi til að vega og meta hvað er sagt í alvöru og hvað ekki.
Björn Jónsson, 11.2.2009 kl. 20:55
Páll, það getur vel verið að það sé rétt hjá þér, ég man bara eftir frétt nokkurri í blaði nokkru fyrir nokkrum árum um bíleignir Björgólfs en man ekkert hvernig Bentley þetta var nema það sem ég get dæmt af útlitinu.
Axel (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 00:23
Heimir Fjeldsted, Nýkaupsforstjóri virðist vera eitthvað fýldur.
Númi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.