Hef efasemdir og er með kenningu

Í árdaga Sjálfstæðisflokksins, "þegar hann var og hét", var Íslenska þjóðin ósjálfstæð og undir stjórn Dana. Í hetjulegri baráttu flokksins fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, komst á hefð fyrir leynifélagsstarfssemi, einskonar andspyrnuhreyfing. (Danir hafa kannski kallað það hryðjuverkastarfsemi). Þessi leynifélags bragur festist í sessi og með komu Bandaríkjamanna á tímum seinni heimstyrjaldar fékk Sjálfstæðisflokkurinn gagnlegt stjórnmálauppeldi m.a á sviði áróðurs og öðlaðist færni til að halda völdum. Þetta uppeldi fékk hann í gegnum samvinnuna og samhliða því að vera bandamaður Bandaríkjanna. Með þessa tvo einstöku hæfileika, góðan stjórnmálalegan stuðning auk skólunar frá Bandaríkjunum og hefð fyrir leynifélagsstarfsemi varð flokkurinn að yfirburðaflokki. Mín skoðun er sú að leynifélagsstarfsemin hafi færst frá því að berjast gegn Dönum yfir í að halda völdum, með því að leyna fyrir íslensku þjóðinni raunverulegum tilgangi starfsemi flokksins. Sá tilgangur er að mergsjúga þjóðina nánast öllu sem hún aflar og færa illa fenginn auðinn í hendur örfárra. Bakbein fylgis Sjálfstæðisflokks tel ég, að meirihluta vera kjósendur sem eru beinlínis fórnarlömb blekkingar (frjálshyggjumenn, kanasleikjur og "arfgengir" sjálfstæðismenn). Síðan kemur einhver hluti sem fær reglulega nokkra brauðmola af ránsfengnum en hefur líklega enga tengingu inn í leynifélagið. Að lokum er það leynifélagið sjálft, sem er samkvæmt minni tilfinningu líklega mjög smátt og samanstendur af mjög auðugu fólki.

Það er semsagt mitt mat að mjög mjög lítil klíka sé búin að hafa einskonar einræðisvald yfir Íslensku þjóðinni alla þá áratugi sem við höfum verið "sjálfstæð".

Áróðurstækni og færni Sjálfstæðisflokksins til að blekkja almenning, halda völdum og fylgi, er slík að
ég efast um raunveruleg veikindi Forsætisráðherra og vill fá sannanir.

 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis pælingar hjá þér, það er allavega ljóst að stjórnvöld hér hafa ekki unnið að hag almennings í áratugi, frekar en stjórnvöld í öðrum vestrænum löndum.

Ég tel mögulegt að Geir sé veikur, tíðni krabbameins hefur hækkað gríðarlega síðustu 60 ár, úr 1 af hverjum 33 í 1 af hverjum 3 (held ég hafi þessa tölfræði rétta).

En það segir mikið um traust almennings á stjórnvöldum, að ég heyrði þessa sömu kenningu bæði frá konu minni og móður, þó þær skammist sín fyrir að hugsa svona.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Mér finnst þessar pælingar þínar vera á mjög lágu plani og í rauninni foráttu heimskulegar. Það eru ekki nema um 60 ár síðan við bjuggum í torfkofum eða illa byggðum og köldum húsum, hvernig búum við í dag, og hvernig höfum við haft það s.l. 30 40 ár? Það mætti halda að þú byggir í torfkofa ennþá.

Gísli Már Marinósson, 23.1.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: smg

Gísli: Mitt húsnæði, steinn og timbur. Jú sjálfstæðisflokkurinn hefur komið okkur úr torfkofunum en ekki mikið meira en það. Hér á landi þarf fólk að þræla myrkranna á milli til að vera hálfdrættingar í raunverulegum lífsgæðum sem aðrar sambærilegar þjóðir njóta.

Og nú eftir brotlendingu í efnahagsmálum, sem skrifast á stjórnvöld, stefnum við  á nýjan leik inn í torfkofana.

smg, 23.1.2009 kl. 22:15

4 Smámynd: Gísli Már Marinósson

það er alveg rétt að islendingar vinna mikið eg kannast vel við það af eigin raun, en eg held að okkar lífsgæðakapphlaup sé allt öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Hér vill fólk allt það flottasta og dýrasta sama hvað það er við erum merkjasjúk þjóð. Hér er meðalaldur bíla með þeim lægsta evrópu. Við getum sjálfum okkur um kennt margt sem miður hefur farið, þar með talið að eyða meir en við öflum.

Gísli Már Marinósson, 23.1.2009 kl. 22:30

5 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Æi greyið mitt. Farðu nú að finna þér eitthvað gagnlegt að gera.

Ólafur Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 22:38

6 Smámynd: smg

Já það er rétt hjá þér að við getum sjálf okkur um kennt. Kannski er búið að prenta inn í okkur að lífsgæði séu nýir bílar, nýtt og nýtt dót o.s.fv, en ekki ókeypis leikskólapláss, góðar almennings samgöngur og sambærilegir þættir sem ég tel til hinna raunverulegu lífsgæða. Stjórnvöld hafa leitt okkur inn á þær brautir að dótið sé lífsgæðin en hafa um leið stolið hinum raunverulegu lífsgæðum frá okkur.

smg, 23.1.2009 kl. 22:49

7 Smámynd: smg

No:11 Tel mig vera að gera mjög gagnlega hluti :)

smg, 23.1.2009 kl. 22:50

8 identicon

Guð minn almáttugur! Heldurðu í alvörunni að maðurinn sé að ljúga því að hann sé með krabbamein? Hvers konar stóðfífl ertu eiginlega?

Farðu aftur til heimaplánetu þinnar.

Og þú þarna Gullvagn ert skárri en ekki mikið. Telur "líklegt" að Geir sé veikur með vísun í einhverja statistík um aukna tíðni krabbameins. Svo ef tíðni krabbameins stæði í stað eða færi minnkandi þá væri líklegra að þetta sé uppspuni, eða hvað? Þetta er súrrealískur málflutningur.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 02:32

9 Smámynd: smg

Kolbeinn: Er staddur á heimaplánetunni minni, og í mínu heimalandi. Ég unni landi, þjóð og plánetunni.

Í fyrsta lagi: það verður að viðurkennast að þetta er stórfurðuleg tímasetning til þess að tilkynna það að maðurinn sé með illkynja æxli.

Í öðru lagi: Við megum við ekki verða meðvirk og þyrlast upp til handa og fóta. Maðurinn gerði mistök þegar kemur að pólitískum vettvangi og það á ekki að hafa neitt með það að gera að hann sé með krabbamein.

Í þriðja lagi: Einkalíf Geirs á ekkert skylt með stjórnmálastarfi hans. 
Finnst þér allt í lagi að stjórnmálamenn kalli fólkið í landinu skríl en þú rýkur upp til handa og fóta eins og móðursjúk hæna til varnar sama manni.

Í fjórða lagi: Ein vika er stuttur greiningartími fyrir íllkynja æxli. Það má hinsvegar segja, að þegar um forsætisráðherra að ræða megi reikna með sneggri greiningartíma. Er heldur ekkert að velta mér sérstaklega uppúr veikindunum, heldur notkun þeirra í pólitískum tilgangi og benda á; Að á Íslandi er flokksræði en ekki þingræði, sem þýðir að ekki er hægt að segja að á Íslandi sé raunverulegt lýðræði. Auk þess er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera allt of lengi við völd og margir áratugir síðan hann snérist gegn raunverulegum hagsmunum þjóðarinnar.

smg, 24.1.2009 kl. 10:28

10 identicon

Maður veru svo reiður að sjá vitfyrringa eins og þig blogga að ég get ekki orða bundist.

 Svar:Í fyrsta lagi...

Það er ekkert athugavert við þessa tímasetningu - maðurinn var að komast að þessu fyrir nokkrum dögum - hvenær átti hann að segja frá þessu?  Það var að koma að flokksþingi í hans flokk og hann varð að koma strax fram með þetta til þess að gefa upp ástæðu þess að hann sæktist ekki eftir endurkjöri og þá hvers vegna þyrfti að fresta flokksþinginu.

Svar: Í öðru lagi...

Það má vel vera að hann hafi gert mistök, en líka margt vel gert.  Það er enginn að þyrlast upp til handa og fóta - mér finnst einmitt hið gagnstæða - og hver er að segja að það að hann sé með krabbamein sé að hafa áhrif á framvindu mála.  Er ekki einmitt búið að koma verulega til móts við almenning með því að segja að það sé boðað til kosninga í vor?

Svar:Í þriðja lagi...

Ef politíkus stendur í framhjáhaldi eða eitthvað slíkt að þá á það ekkert skilt við stjórnmálastarf viðkomandi, en þegar alvarlegur atburður í einkalífi manns eins og sjúkdómur leiðir til þess að menn þurfa að stíga burtu einmitt úr starfi að þá hlýtur slíkur einkalífsatburður að koma málinu við.

Svar: Í fjórða lagi....

Þekki krabbamein af eigin raun - vika er nægur tími frá því að sýni er tekið þangað til það er greint illkynja eða góðkynja.

Smith (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:26

11 Smámynd: smg

Smith: Sýnist eins og þú hafir náð að hemja þig eitthvað og náð að binda orð þín ágætlega, fyrir utan að kalla mig vitfyrrtan bloggara :)

Það

smg, 24.1.2009 kl. 11:46

12 Smámynd: smg

Smith: það hvernig þú orðar "búið að koma verulega til móts við almenning með því að segja að það sé boðað til kosninga í vor"

Í fyrsta lagi stjórnvöld eiga að þjóna hagsmunum almennings, en ekki bara "koma til móts við almenning" eftir gífurlega löng og öflug mótmæli, sem geta í raun skilgreinst sem uppreisn/byltingu.

Í þessu viðmóti endurspeglast ólýðræðislegir stjórnarhættir.

smg, 24.1.2009 kl. 11:58

13 identicon

Þú fyrirgefur en ef þú "kemur til móts" við einhvern ertu þá ekki að þjóna hans hagsmunum? Ég spyr....  Er fólk ekki einmitt að berjast fyrir sínum hagsmunum og öskra m.a. á kosningar og þá er brugðist við því og "komið til móts" við þær óskir.

Annars er svona orðhengilsháttur aukaatriði - ég held að þú vitir alveg hvað ég meina í mínum skrifum.

Aðalatriðið er að mér finnst ljótt af þér að véfengja það að maðurinn sé veikur - fólk sem hugsar slíkt ætti að halda því fyrir sjálfan sig og leyfa viðkomandi að njóta vafans þangað til annað kæmi í ljós.

Smith (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:07

14 Smámynd: smg

Smith: Ég fyrirgef, þeim sem axla ábyrgð.

Í ljósi gerræðislegra og ólýðræðislegra vinnubragða Sjálfstæðisflokksins, finnst mér ummæli mín ekki vera ljót eða óviðeigandi. Í öðru ástandi en nú ríkir hefði ég ekki efast eða velt fram þessari spurningu.

Varðandi það að nú sé boðað til kosninga, þá tel ég það til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn geri það vegna þess að hann sé nauðbeygður til þess. Ekki vegna þaes að hann hlusti á þjóð sína.

smg, 24.1.2009 kl. 13:22

15 identicon

Stórfurðuleg tímasetning? Hvenær átti hann að tilkynna þetta? Það var verið að greina þetta. Hann tilkynnir þetta bara um leið og hann tekur ákvarðanir í kjölfarið á greiningunni. Það er ekkert stórfurðulegt við tímasetninguna.

Þegar forsætisráðherra fær krabbamein er eðlilegt að tilkynna það því það hefur augljóslega áhrif á starf hans og framtíð í stjórnmálum.

Og ég er ekkert að tala um að maðurinn eigi ekki að axla ábyrgð eða að krafan um stjórnarslit eigi að vera eitthvað minni eða að flokksræðið sé eitthvað svaka gott (hvernig sem það kemur veikindum Geirs við). Ég er einfaldlega að benda á að það er stórkostlega retarderuð kenning að halda því fram að Geir sé að gera sér upp krabbamein.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 16:36

16 Smámynd: smg

Kolbeinn: Allt í kringum Atburðaðrrás síðustu daga er örlítið eins og í sápuóperu. Veikindi Geirs eru nú alveg til að toppa það. Í raun hef/hafði ég ekki efasemdir um það og svosem ekkert út á tímasetningu um tilkynningu veikindanna að setja, maðurinn er nú einu sinni stjórnmálamaður. T.a.m í hans sporum myndi ég leitast við að tilkynna eitthvað þessu líkt, á sem taktískustum tímapunkti. Það gleður mig að þú teljir það sem ég kem með sem vel ígrundaða kenningu um sjálfstæðisflokkinn, ekki sem kenningu.

smg, 26.1.2009 kl. 20:12

17 identicon

Vá, kem hingað inn, að því er virðist fáeinum sekúndum eftir svarið þitt. Einhver fjarhrif í gangi kannski?

En sem sagt... þegar þú skrifaðir orðin

"Áróðurstækni og færni Sjálfstæðisflokksins til að blekkja almenning, halda völdum og fylgi, er slík að ég efast um raunveruleg veikindi Forsætisráðherra og vill fá sannanir."

hafðirðu í raun engar efasemdir um veikindi hans. Er það rétt skilið hjá mér?

Kolbeinn (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:16

18 Smámynd: smg

Kolbeinn: Veit ekki, bæði og. Held frekar að ég hafi trúað fáu sem komið hefur frá GHH, aðallega þá í kjölfar bankakreppunnar. Það hvernig Viðbrögðin hjá ríkisstjórnarmeirihlutanum hafa einkennst af afneitun á raunveruleikanum, hafi vakið einhverjar efasemdir hjá mér. Trúði þessu svo sem en í ljósi þess sem ég hef reynt að lýsa fyrir þér, vildi ég fá staðfestingu. Sem sagt ég var ekki viss, já hafði efasemdir og vildi fá staðfestingu. Gefum okkur síðan flokk sem er orðinn örvæntingarfullur og veruleikafirrtur, almenningur vantrúaður út í allt sem kemur frá honum.......

smg, 26.1.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband