Stefán að taka lögin í sínar hendur?

"Verður fylgt eftir af mikilli hörku" og "best væri fyrir þá að gefa sig fram áður en lögreglan hefur upp á þeim" ? Stefán hvað ertu að gefa í skyn? Þetta eru mjög ofbeldis hótandi setningar.

Veit ekki til þess að það sé við hæfi fyrir þig sem "verndara laganna" að láta svona útúr þér.

Það er mjög alvarlegt ef þær manneskjur sem beittu lögregluna ofbeldi, verði beittar ofbeldi á móti.

Það væri ávísun á stigmögnun ofbeldis og til þess fallið að auka líkur á falli stjórnarinnar sem lögreglan er að verja.

 


mbl.is Munu hafa uppi á ofbeldismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ertu í alvörunni að segja þetta!? Auðvitað er þetta við hæfi!  Hann er verndari laganna eins og þú segir og hafa líka mjög margir verið að brjóta lög í þessum mótmælum og hefur lögreglan neyðst til að nota ofbeldi gegn ofbeldi.  Ekki helduru að lögreglan láti vaða yfir sig?  Lögreglan hefur fullann rétt til þess að bregðast svona við.

Þessi mótmæli hafa verið í anda erlendra mótmæla eins og áætlunin var hjá þeim, enda hefur lögreglan brugðist harkalega við eins og erlendis! Ef þeim er ógnað þá lemja þeir frá sér engin ástæða fyrir þá að taka áhættu og vera linir. 

Júlíus Arnar Pálsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:18

2 identicon

Hvaðan kemur þú eiginlega smg???!!! Það er hlutverk lögreglunnar að leita uppi og handtaka þá sem brjóta lögin. Það er akkúrat það sem Stefán er að segja. Eða á lögreglan bara að láta þetta gott heita???

Þegar þú rankar úr þessu óráði þá ráðlegg ég þér að hugsa áður en þú skrifar. Persónulega vona ég að þeir hafi uppi á öllu þessu pakki sem notfærir sér réttmæt mótmæli almennings til að fremja glæpaverk, læsi þá inni og passi svo að týna lyklinum.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:44

3 identicon

Sæll SMG.

Auðvitað á lögreglan að taka hart á þessum SKRÍL ( Aðgerðarsinnum ) Ég er ekki að tala um það fólk sem mótmælit í sátt við lög og lögreglu.Hvað er að þessum hlandblauta krakkaskríl ( aðgerðarsinnum )sem setur allskonar óþvera um lögreglumenn og fjölskylu þeirra á internetið sjálfsagt eru foreldrar þessara ógeðslegu krakka hreiknir af þeim. Annars legg ég til að haft verði samband við Putin og í staðin fyrir lán á peningum sem þeir virðast ekki eiga alltof mikið af, þá fáum við lánaða nokkur hundruð óeirða lögreglumenn frá þeim. Þeir virðast ekki vera með silkihanska.

Bjorn Jonsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 01:31

4 identicon

Stefán Eiríksson er væntanlega að vísa í ákvæði laga um mildun refsingar sýni brotamenn vilja til bótar.  Slíkur vilji væri t.d. að gefa sig fram við lögreglu.  Að stökkva strax á þá niðurstöðu að lögreglan muni sitja um brotamenn og berja á þeim í skjóli nætur er í besta falli grátlegt.

Blahh (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:34

5 Smámynd: smg

Ákvað að svara þessum athugasemdum ekki, vegna þess að: Setningar í fréttinni sem ég taldi vera orð Stefáns Eiríkssonar, voru það í raun ekki. Þau voru mun mildari. Hinsvegar var fréttin "krydduð" á þann hátt, að þeir brotlegu myndu verða beittir ofbeldi þegar þeir næðust. Því væri ég að sjálfsögðu ekki sammála.

smg, 23.1.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband