Valgerður segir Framsóknarflokk ekki bera ábyrgð

Í ávarpi sínu á þessu flokksþingi hélt Valgerður því fram að Framsóknarflokkurinn bæri enga ábyrgð á neinu sem viðkemur bankahruninu. Aha, ég trúi því!

Hrokinn og afneitunin er með ólíkindum. Hversu fáfróð, heimsk eða dofin þarf sú manneskja að vera til að trúa þessari fullyrðingu.

Síðastliðinn ár hefur Framsóknarflokkurinn kosið að vera í stjórn sama hversu áhrifalaus og undirgefinn hann er Sjálfstæðisflokknum.

Í stjórn hans eru strengjabrúður spillingarafla. Fylgið, sem er dalandi, kemur frá ógæfusömum bændum sem halda enn að flokkurinn vinni að hagsmunum þeirra, svo annarsvegar með dýrum auglýsingaherferðum sem farið er út í rétt fyrir kosningar.

Mitt álit er að innkoma Guðmunds Steingrímssonar, sé undantekning sem sanni regluna, í því tilliti að um deyjandi flokk sé að ræða.


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Maður þarf hvorki að vera dofinn, heimskur eða fáfróður. Spilltur og ljúgandi er nóg. Kannski veruleikafyrrtur. Hún skrifaði sjálf undir bankalögin, blessuð.

Villi Asgeirsson, 17.1.2009 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband