Cintamani er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem er blindað af gróðahugsjón.
Kína er leikvöllur þessara landa. Þar er skjól til að fremja mannréttindabrot á starfsfólki. fremja umhverfisglæpi og og níðast á dýrum.
Það eru allar líkur á því að dýr sem hafa verið notuð í framleiðslu Cintamani vara hafi verið fláð lifandi. Það eru engin lög í Kína sem vernda rétt dýra. Því er mjög algengt þar í landi að dýr til feldframleiðslu séu einungis hálsbrotin og í framhaldi af því fláð, oft með fullri meðvitund.
Síðan eru nánast öruggt að starfsfólkið sem saumar vörurnar sé látið vinna óhóflega langan vinnudag við léleg skilyrði, lág laun og regluleg mannréttindabrot til að viðhalda þrælsótta í þeim.
Allt þetta er til þess að eigendur Cintamani fái MEIRI ! gróða.
Það sem vantar hjá Íslenskum neytendum er að vita af svona hlutum. Umhugsunar efni fyrir fínu frúrnar að þegar þær eru búnar að mála sig og um það bil að fara að stíga upp í Landcruiserinn á leið í kringluna að eitthvað lítið sætt og loðið var fláð lifandi og hvílir nú um hálsinn.
Cintamani - Burn in Hell!
Harma umfjöllun um Cintamani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kaldrifjaðir morðingjar,samviskulausir.
Sýnum dýrunum virðingu og vörn.
Margret S (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:43
Vill benda þér á að cintamani erlítið íslenskt fyrirtæki sem hefur í og á fjölskylduna sem á það og starfsólk þess. Ekki eitthvað risastórt "corporation" eins og sumir virðast halda. Þetta fyrirtæki framleiðir útivistarfatnað í hæsta gæðaflokki og er eitt af þeim fáu sem við íslendingar getum verið stoltir af.
Tölvan sem þú pikkar þetta raus þitt á er framleidd við mun verri aðstæður og mengun, launakúgun og barnaþrælkun en nokkurn tímann fatnaður þessa fyrirtækis.
Takk fyrir.
Hrafn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:14
Vá eigum við eitthvað að fara út í hvað þú varst tekinn af Hrafni. Þetta var svakalegt. Ef einhvertímann er viðeigandi að tala um að skjóta sig í fótinn þá var það núna smg. Til hamingju.
Guðjón Freysteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:21
Hrafn. Skiptir engu hvort Cintamani sé lítið/stórt Íslenskt/erlent fyrirtæki. Það hefur kosið að hafa sína framleiðslu í Kína. Og með því hefur það mjög líklega tekið þátt í íllri meðferð á dýrum, fólki og náttúrunni. Sem neytandi hef ég ekki fyrr en nýlega farið að velta fyrir mér uppruna vöru og t.d siðræn innkaup eru. Hef margoft í fortíðinni gerst sekur um ósiðræn innkaup. En það er hægt með smá vinnu að forðast vörur sem eru framleiddar á ósiðrænan hátt þar á meðal tölvur! :).
Það að Cintamani er lítið og Íslenskt gerir það ekki stikkfrí.
smg, 3.1.2009 kl. 22:36
Guðjón. Get ekki tekið undir að ég hafi skotið mig í fótinn. Bendi þér annars á svar mitt við athugasemd Hrafns.
smg, 3.1.2009 kl. 22:38
Fyrirgefðu en hvaðan hefur þú þessar upplýsingar, smg?? Þú ert með einhverjar staðhæfingar um e-ð sem þú ert greinilega EKKI búinn að kynna þér! Það eru engar sannanir fyrir þessu ... þetta er einelti gagnvart Cintamani og ekkert annað.. hvað með 66? Og já getur bent mér verksmiðju á Íslandi sem gæti saumað fyrir íslensk merki??.. nei hélt ekki...
íslendingar eru greinilega hryðjuverkamenn eftir allt saman!!
Sigrún (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:45
Sigrún. Get ekki tekið undir að Íslendingar séu hryðjuverkamenn. Get staðhæft að t.d. fyrirtæki á borð við Cintamani gæti auðveldlega framleitt vöru sína á hagkvæman hátt, í landi sem hefur lagaumhverfi sem verndar dýr, fólk og náttúruna. Með því móti gæti viðkomandi fyrirtæki að auki fengið vottun um að framleiðsla þess sé í raun siðræn! Það sem Cintamani þarf að gera er að koma með sannanir fyrir því að framleiðslan sé í raun eins siðleg og þeir halda fram í kjölfar undangenginnar umfjöllunar. Án sannana er aðeins um orð á móti orði og allt eins líklegt að varan sé framleidd þannig að gróflega sé brotið á dýrum, fólki og náttúrunni, í þágu gróðasjónamiða.
smg, 3.1.2009 kl. 22:56
Vill benda þeim sem hafa áhuga á að pæla í uppruna vöru, á stuttmyndina;
www.storyofstuff.com
smg, 3.1.2009 kl. 23:38
Mikil býsn af fáfræði og sleggjudómum getur flætt á stuttum tíma yfir þessa síðu. Allt þetta útþynnta fordóma rugl um "að brotið sé á dýrum" og þetta litla fyrirtæki Cintamani sé þar í einhverri forystu, gæti auðveldlega orði tilefni málssóknar vegna órökstuddra meiðyrða. Auðvitað er slæm meðferð á dýrum ámælisverð. En hér eru miður gáfulegir sleggjudómar settir fram á þann hátt að ekki er mark á takandi. Ég þori að veðja að flestir þeir svokölluðu og sjálfskipuðu "dýravinir" sem sáldra speki sinni yfir lýðinn á síðunni hér fyrir ofan belgja síg út á kjúklingakjöti og afurðum úr svínakjöti. En hve mannúðleg er meðferð á þessum dýrum á sínu vaxtarskeiði? Er þeim ekki troðið saman í eldis stíur og búr, og dælt í þau mat og lyfjum svo þau vaxi sem hraðast, þar til þau eru drepin, svo við getum troðið út vömbina með holdinu af því sem eitt sinn voru litlir sætir grísir og huggulegir kjúklingar. Svona til fróðleiks fyrir þá sem ekki fylgjast með tímanum: Næstum hver einasta flík sem við kaupum, sama hvaða vörumerki, er saumuð í Asíulöndum eða í Austur Evrópu, því annars yrði þessi vara það dýr að við keyptum hana ekki. Kannski eru þeir sem hér hneykslast mest tilbúnir að setjast við saumavélarnar, fyrir svipuð laun og þar eru greidd. Ég held ekki, bætur samfélagsins hér eru meira freistandi.
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:56
Stefán Lárus. Svo má böl bæta með því að benda á eitthvað verra. Það afsakar Cintamani ekki á nokkurn hátt þótt aðrir slæmir hlutir séu að gerast í sambandi við dýravernd hér á landi á sama tíma.
Guðrún (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:32
Stefán. Ætla að reyna að svara þér, en þú ferð um víðan völl og kemur með ýmislegt sem geta varla talist mótrök að neinu viti. Hamrar á því líkt og fleiri að Cintamani sé "lítið" fyrirtæki og því saklaust. Það sjá allir með eitthvað smá vit í kollinum að þó fyrirtæki sé lítið, réttlætir það ekki að það geti gert hvað sem er út af því að það er svo "lítið". Í frétt mbl.is er ekki talað um að Cintimani sé í "forystu" og það hef ég ekki gert heldur. Það er heldur ekki réttlæting að það sé í lagi fyrir Cintimani að stunda ósiðræna viðskiptahætti (sem er hugsanlegt, ekki afsannað) útaf því að mörg önnur fyrirtæki geri það. Þú þvaðrar síðan eitthvað um að setjast niður við saumavélar og bætur samfélagsins. Skil það ekki alveg, og kannski ekki alveg viss hvað þú ert að fara með það ;)
smg, 4.1.2009 kl. 00:44
Ágæta Guðrún, ég leyfi mér að fullyrða að hvorki þú eða neinn annar sem hefur tjáð sig um þetta mál hér á þessari síðu, hefur neitt áþreifanlegt í höndunum sem sannar að margnefnt firma Cintamati hafi á einhvern hátt gerst sekt um saknæmt athæfi sem varðar illa meðferð á dýrum. Þú sýnir mér þá þessar sannanir ef þær eru í þinni vörslu. Það er lítilmannlegt að setja fram órökstuddar getgátur eins og hér er gert og rökstyðja ekki svona fullyrðingar, sem er ætlað það eitt að skaða fólk, bara til að geta gelt undir með hinum hundunum sem sem spangóla á næstu hólum af einhverri vansæld til að vekja á sér athygli. En ég er mótfallinn illri meðferð bæði á dýrum og líka fólki. Eg set hins vegar oft stórt spurningarmerki við upphrópanir fólks sem auglýsir sig sem sérlega verndara dýra án þess að vita hvað það er að tala um,eftir að ég dvaldi í Canada meðal selveiðimanna á Newfoundlandi. Þar Horfði ég ítrekað uppá það að þetta blessaða fólk sem var andvígt selveiðum, laug allskonar vömmum og skömmum uppá veiðimenn yfirvöld og guð má vita hvað, til réttlæta málstað sinn og lét sig ekki muna um að sviðsetja misþyrmingar á selkópum fyrir framan myndavélar til sýninga í sjónvarpi, sem dæmi um illmennsku veiðimanna. Það sannaðist síðan að þeir höfðu greitt auðnuleysingum peninga og áfengi til að leika þennan ógeðfelda leik, ekki einu sinni heldur tvisvar,veturinn 1997. Yfirvöld gengu í málið og þá komst allt upp, en þar til voru selveiðimenn jafvel sagðir flá selina lifandi. Þarna sveif andi Poul Watson og Sea Shepard samtakanna yfir vötnunum, en þau eru fjármögnuð af framlögum frá auðtrúa velviljuðu fólki sem samtökin hafa að féþúfu. Þau héldu því fram að verið væri að útrýma sel við Labrador þó veidd væru 375 þús. dýr á ári. 1998 viðurkenndu sömu aðiljar að yfir 10 milj. dýr væru þarna og ætu 3 milj. tonna af fiski árlega. Nú er ekki minnst á selveiðar þarna, því fjárframlög til dýrvina duttu niður, og Watson eltir nú Japanska hvalveiðiflota við suðurskautið, og nær einhverjum aurum af fólki til að lifa á.
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 01:17
smg. "Cintamani -Burn in Hell" : Er ekki alveg allt í lagi með þig?
Sigrún (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 01:42
Segi það sama, er ekki allt í lagi með þig? Það er stríð í miðausturlöndum núna, getur einbeitt kröfum þínum að berjast fyrir bræður þína og systur þar. Ef þú ætlar að breyta kínversku samfélagi á einni nóttu í vestrænt þá er það ekki hægt, það mun alltaf vera til dýraníðingar allstaðar í heiminum, við eigum meira að segja nokkra hér og ekki láta heilaþvo þig af ógeðslegum myndböndum sem eru LANGFLEST sviðsett fyrir mótækilegt fólk sem vantar einhver tilgang í líf sitt.
Símon (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 11:37
Jú Sigrún, það er allt í lagi með mig, Fyrir mér er tilveran ekki bara í svörtu og hvítu. Hvað varðar sí endurtekin slagorð þín um eldivið í ríki Kölska, þá mætti halda að þér væri kynding þar stórt áhugamál, og jafnvel viðkomandi!!! Símon: Þó maður hafi ýmislegt á samviskunni, þá vil ég taka fram að ég sendi ekki drápssveitir inn á Gasa, ef þú heldur það og ég ber ekki heldur ábyrgð á hugsanagangi fólks í Kína, þeir sjá um sig.
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:06
Símon. Á ekki bræður og systur í miðausturlöndum. Það er stríð víðsvegar í miðausturlöndum. Ég ætla mér ekki að breyta kínversku samfélagi á einni nóttu en Fyrirtæki á borð við Cintamani gæti lagt sitt á vogarskálarnar með því að sanna að þeir stundi ekki ósiðræn viðskipti eða breyta rétt sé svo. Almenningur hefur rétt á að vera upplýstur um svona mál og taka sínar ákvarðinir í kjölfarið. Það að það verði alltaf til dýraníðingar réttlætir ekki að Cintamani skipti við einhverja þeirra (sé svo). Hef ekki trú á að "langflest" myndbönd af misþyrmingum dýra séu sviðsett. Vill benda þér á að það eru til margar óhlutdrægar heimildarmyndir m.a. um loðdýrarækt í Kína og þriðjaheimslöndum. Lífstilgangur minn er ekki að ráðast á Cintamani, er frekar óhlutdrægur í garð þess fyrirtækis. Það fyrirtæki er hinsvegar í þeirri stöðu að þurfa að sanna að það standi ekki í ósiðrænum viðskiptum.
smg, 4.1.2009 kl. 12:10
Eiga þeir að sanna það, nú hví? Af hverju eru þeir í þeirri stöðu að þurfa sanna það?? Af því einhver dýralæknir út í bæ sagði annað? Hvernig væri ef hún kæmi nú bara sjálf með sönnun fyrir ásökunum sínum??? Cintamani eru búnir að fullyrða að svo sé ekki og að þeir geri það sem þeir geta til að fylgjast með því. Ég efast um að það sé hægt að fá einhverja vottun fyrir því, ef svo væri trúi ég ekki öðru en þeir væru búnir að ganga í það mál.
Ég tel að smg sé vondur við köttinn sinn af því ég þekki fólk sem smg umgengst og það er vont við dýrin sín. Finnst þér núna eins og þú ættir að sanna fyrir mér að þú farir vel með köttinn þinn??? Eða finnst þér eins og þú ættir neita því og biðja mig um að sanna ásakanir mínar??
Símon (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:31
Stefán Lárus.. þetta "er ekki í lagi með þig" var ekki meint til þín heldur til smg vegna þess að hann sagði Cintamani að brenna í helvíti.. Ég er alfarið á þínu máli Stefán Lárus..
Sigrún Kristín Skúladóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:44
Ekki fullyrði ég að langflest myndbönd séu fölsuð, en ég upplifði það sjálfur að þetta var gert þegar "þorpsróninn" í Petty Harbour á Newfoundlandi var keyptur af "dýravinum" til að misþyrma selkópi og kæpunni sem ól hann á svívirðilegan hátt fyrir framan sjónvarpsmyndavélar, til þess að telja fólki trú um að þetta væri algengt athæfi selveiðimanna. Hann fékk greitt fyrir að því er sagt var 200 dollara og tvær rommflöskur. Það var verðið á "sannleikanum" sem borinn var á borð fyrir sjónvarpsáhorfendur í kjölfarið, og fólk varð miður sín yfir grimmd og fúlmennsku selveiðimanna! En svo hófst opinber rannsókn, og í ljós kom annar sannleikur, Þetta var sviðsett til að sverta veiðimennina, sem enginn vildi trúa þegar þeir sögðust aflífa dýrin á mannúðlegan hátt , sem þeir gera. Þetta er þeirra lífsviðurværi, í mikið harðara umhverfi en við hér þekkjum. Þannig veiðimenn bera virðingu fyrir móður náttúru og bráðinni sem hún færir þeim.
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:05
Lögleg eða ólögleg meðferð á dýrum hefur ekkert um það að segja að Cintamani vörurnar eru ekki íslenskar frekar en Osama Bin Laden!
corvus corax, 4.1.2009 kl. 13:18
Símon. Nokkuð góð og málefnanleg komment og spurningar hjá þér. Hér kemur mitt svar við spurningunum;
Hvers vegna eiga þeir að sanna að þeir stundi ekki ósiðræn viðskipti. ? (Sem snýst ekki bara um ílla meðferð á dýrum heldur getur einnig átt við ílla meðferð á starfólki og náttúrunni).
Svar: Vegna þess að Cintamani er með sína framleiðslu í Kína en þar er gróðrastía ósiðrænna viðskipta, vegna þess að það er mikil umræða núna um akkúrat þetta mál og tengt þessu ákveðna fyrirtæki, vegna þess að fullt af fólki vill vita og haga innkaupum sínum eftir því hvort viðkomandi stundi siðræn viðskipti eður ei.
Ætla ekki að tjá mig sérstaklega um vottunarmálið en myndi telja að það væri hægt, en gæti tekið tíma (Í raun sjálfsagt að gefa Cintamani tíma til að útvega vottun eða snúa viðskiptum sínum að vottuðum birgjum).
Fullyrðing um að ég "einstaklingur" sé vondur við köttinn minn.
Gæfi mér að ég væri aðeins vondur við köttinn en myndi ekki búta hann niður og selja stórum hópi fólks hann. Þar með er um óskyld mál að ræða, ósambærileg. Myndi ráðleggja þér að tilkynna mig til heilbrigðis eftirlits, þar myndi málið lenda í eðlilegum farvegi.
Vil taka fram að ég á ekki kött! (eða hef átt)! ;)
smg, 4.1.2009 kl. 13:28
Stefán. Tel mig ekki vera að ræða um uppruna einhverra myndbanda, málið snýst um hvort Cintamani stundi ósiðræn viðskipti eða ekki.
smg, 4.1.2009 kl. 13:32
Rólegur á sleggjudómum um Kína. Kína er nokkuð stórt land get ég sagt þér. Þó að sögur af slæmri meðferð hafi borist frá Kína á ekki að útiloka Kína því að þar er slæm meðferð á dýrum "einhversstaðar". Ef að Cintemani segist vera viss um góða meðferð á þeirra dýrum, þá tel ég að það megi alveg gefa þeim svigrúm til að taka það til greina. Ef að við myndum lifa eftir sleggjudómum, þá myndi ekki lifandi sála treysta neinum íslendingi fyrir hálfum eyri vegna peningavesensins á síðustu mánuðum, arabar hljóta að hafa að minnsta kosti eina sprengju á sér og allir svíar eru ljóshærðir. Kína er kannski ekki með reglugerðir um meðferð dýra, eða þá þeim ekki framfylgt nægilega. Þannig að þá er það á ábyrgð fyrirtækjanna sem við þá versla að gæta þess að vel sé staðið að málum. Cintemani fullyrðir að það hafi þeir gert. Ég kýs frekar að trúa þeim en fólki um víðan völl með sleggjudóma.
Sigurður Jökulsson, 4.1.2009 kl. 14:06
Sigurður Jökulsson - Kannski var Cintamanifjölskyldan ekkert að meina neitt slæmt með að kaupa feldi í Kína. Kannski föttuðu þau bara ekki hvað væri svona slæmt við það. Það að gera svona mistök gerir þau ekki að slæmu fólki.
Þau eru nú búin að byggja upp fyrirtæki sem er þá væntanlega lifibrauð þessarar fjölskyldu. Heldur þú að þau séu þar af leiðandi ekki dáldið hlutdræg þegar þau setja fram svona fullyrðingar? Væri ekki auðveldara fyrir þau að fá einhvern vottunaraðila til að setja fram fullyrðingarnar fyrir sig, heldur en að vera í tíma og ótíma að drífa sig til Kína til að athuga málin fyrir sig?
Væri það ekki líka betra fyrir okkur að þurfa ekki að meta það hvort fólkið í fjölskyldunni Cintamani hafi hugsanlega þurft að taka ákvörðun um að segja satt og missa lifibrauð sitt eða segja ósatt og halda því?? Það er ekki lítið ábyrgðarhlutverk sem þú leggur á okkur neytendur að ætla að gerast dómarar um samvisku Cintamanifjölskyldunnar. Má ég þá frekar biðja um auðveldara hlutverk, sem er að krefjast vottunar á þeim vörum sem ástæða er til að efast um heilindi framleiðandans.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 4.1.2009 kl. 16:30
Ef þú myndir lesa eitthvað af þeim svörum sem ég hef skilið hér eftir sæir þú strax að ég er nú ekki með sleggjudóma. Það er einfaldlega ekki hægt að trúa Cintamani bara af því að þeir segja eitthvað. Ég er að sjálfsögðu til í að gefa Cintamani svigrúm til að sanna að framleiðsla þeirra sé siðræn. Það væri hinsvegar óverjandi að trúa þeim eða nokkrum öðrum í viðlíka máli, í blindni án nokkurra sannana, óhugsandi og einfeldningslegt.
smg, 4.1.2009 kl. 16:30
Þetta hljómar samt meira eins og verið sé að skamma þá fyrir eitthvað sem þeir vissu ekki að væri vandamál. Þeir hörmuðu að öðrum fannst það. Þeir vissu ekki að krafist væri sannana að þeirra vara væri framleidd á svo og svo máta. Kannski þeir þurfi að vera með innrammaðar myndir af brosandi fólki að sauma fötin þeirra og mynd að dýri verið fláð á faglegan máta ?
Þeir segjast hafa sýnar vottanir. Kannski er það mistök af þeirra hálfu að treysta vottununum sem þeim er gefið, en þá eflaust geta þau gengið skrefi lengra og ýtt á eftir sönnunum frá votturum.. ef þau hafa ekki þá þegar gert það. Á einhverjum tímapunkti þarf að vera traust. Það er ekki endalaust hægt að vakta að allir séu að gera rétt alltaf.
Cintenmani segist velja bestu framleiðendur á vörur sýnar. Þessir framleiðendur þurfa að halda trausti við sýna viðskiptavini. Til að halda því við á nýjustu og verstu tímum, þá þarf að sýna fram á að allt sé gert með réttu móti. Orðspor skiptir máli fyrir slík fyrirtæki, líka í Kína
Þannig má ekki dæma fyrirtæki eftir landi, heldur eftir framleiðanda. Hver framleiðir fyrir Cintemani? hvað hefur hann gert af sér? hefur það verið lagað (ef hann gerði eitthvað af sér til að byrja með)? þetta er spurningin miklu fremur en landið sem fyrirtækið er statt í.
Sigurður Jökulsson, 4.1.2009 kl. 17:26
smg: Fyrrnefnd myndbönd tengjast sannleiksgildi fullyrðinga sem slegið var fram sem stóra sannleik um ósæmilega með ferð á dýrum, án haldbærra sannana. Fjölmiðlar gleyptu þetta hrátt, og dreifðu þessu. Auðtrúa velviljaðar sálir fylltust skelfingu yfir mannvonsku veiðimanna, og ruku upp til handa og fóta með allskyns stóryrtar yfirlýsingar og höfðu heimildir sínar úr sjónvarpinu, þar sem höfundar myndbandanna útlistuðu í ákafa, frómir á svip, svo góðmennskan lak af þeim, þetta hræðilega siðferði við selveiðar! En svo reyndist ekki satt né á rökum reist, og þá þagnaði þessi umræða snögglega og menn vildu gleyma fyrri yfirlýsingum. þú ert í sömu súpunni og þetta Sea Shepard lið í Canada forðum, tekur full stórt uppí þig um hluti sem þú hefur ekki neinar sannanir fyrir. Cintamani þarf ekki á neinum verndarstimpli frá þér að halda, því þú getur einfaldlega ekki gefið þeim né Kínafólkinu slíka vottun. Sjálfsagt að hafa efasemdir, en þangað til að staðreyndir liggja fyrir er vænlegra að fara sér hægt og spara ávirðingarnar þar til það rétta liggur fyrir. Mér skilst nú samt að þú viljir hafa það sem sannara reynist, sem er gott. P.S. Þessi blessaður dýralæknir með úlpuna, segist klæðast í, og "nota leður"!! Nú er það svo, að leður er unnið úr skinnum dýra, og eru hárin fjarlægð og skinnið unnið á ýmsa vegu. þá er oft illmögulegt greina af hvaða dýri þetta er, eða hvaðan þetta er upprunnið. Er þetta nú ekki dæmigerður tvískinnungur?
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 18:11
Sigurður/Stefán. Já kútarnir mínir, ég er búinn að koma mínum skoðunum á framfæri og færa rök fyrir máli mínu nokkrum sinnum. Ykkur er velkomið að tjá ykkur hér eins og þið viljið enda ríkir málfrelsi á Íslandi, ólíkt ástandinu hjá "vinum" okkar Kínverjum.
Yðar heilagleikar Stefán og Sigurður;
SIÐRÆN VERSLUN ER FRAMTÍÐIN!
smg, 4.1.2009 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.