3.1.2009 | 16:56
Siðblindir lögreglumenn Ljúga
Ef það er rétt að lögregla skýrir ekki rétt frá fjölda mótmælenda, undirstrikar það hversu þægir og góðir blóðhundar Björns Bjarnarsonar þeir eru!
Þetta segir okkur líka hversu rotið stjórnkerfið er orðið, þegar búið er að velja markvisst í lögregluliðið, fólk sem er hliðhollt spillingaröflunum.
Mótmælt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er vitleysa að halda þessu fram. Þekkirðu engan lögreglumann?
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 17:07
Jú þekki nokkra. Ég er hinsvegar meira að tala um stjórnendur lögreglunnar.
smg, 3.1.2009 kl. 17:09
Fjöldatalning motmælendanna sjalfra virkar oft eins og uppboð. Hver kemst hæst?!
Doddi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:11
Drengur drengur - svona ummæli um lögregluna geta ekki verið þér samboðin - þetta hljóta að vera mistök sem þú biðst afsökunar á. Hvað gerist ef þú þarft á aðstoð lögreglu að halda? Ætlar þú þá að hafna aðstoðinni vegna þess að þú telur lögreglumenn siðblinda?
Ég segi eins og Gunnar - þekkir þú enga lögreglumenn? Ég þekki nokkra af báðum kynjum - öndvegisfólk.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:12
Merkilegt hvað útröluraddirnar eru tilbúnar að ráðast á fólk sem hefur upplifað hlutina og fær svo lygarnar yfir sig í fjölmiðlum.
Ólafur I Hrólfsson og Gunnar Th. Gunnarsson eru þekktir hér á umræðuþráðum mbl.is með svona dulbúnar persónuárásir og útúrsnúninga. smg - ef maður ætlar að taka þátt í baráttunni fyrri réttlæti og afhjúpun spillingarinar þá er þetta fastur liður í því - árásir frá úrtöluöflunum sem geta ekki hugsað sér annað en áframhaldandi óstjórn því þeir hafa það svo gott.
Enda snýst þetta ekki um hvort almennir lögreglumenn séu góðir eða slæmir - þeir eru bara að vinna sína vinnu. Þetta snýst akkúrat um það að hinir Pólitíksu embættismann lögreglunar - sem ráðir eru af BB segja ekki sannleikann. Og það vita allir sem vilja vita - en hinir reyna að drepa umræðunni á dreif og láta þannig líta út að fólk sé að ráðast á heiðarlega almenna lögreglumenn. Það er fjarri lagi enda eru þeir hund leiðir á að þurfa að slást við meðbræðursína og systur útaf þessum fáránlegu pólitísku ákvörðunum embættismannanna sem eru þeirra yfirmenn.
Mikið vildi ég óska að Geir Jón væri ALLTAF á vakt þegar mótmæli eru annars vegar - hann gætir að sanngirni og reynir að skilja fólk en bíður ekki með puttann á rauðatakknum eftir símtali frá BB.
Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 17:30
Öndvegismenn í lögreglu. Eiga heiður skilið fyrir vinnubrögð, mættu taka harðar á glæpaskríl þó.
1000 eða 4000. Það skiptir litlu máli. Staðreyndin er sú að þetta er fámennt, hvort sem á er litið. Miðað við ástand ættu að vera tugir þúsunda. Fagna því að í þetta sinn voru mótmæli friðsöm, eins og vera ber.
Tugir þúsunda mótmæenda myndu vekja eftirtekt og ráðamenn tækju mark á því. Hinsvegar er orðið svo að þessir ógæfumenn, glæpahundar sem farið hafa fram með ofbeldi og kjánaskap, sbr seðlabankamótmæli, fjármálaeftirlit og Borgina hafa skemmt ásýnd mótmæla og heiðvirt fólk vill ekki mæta. Óttinn við að verða dreginn inní atburði eins og fyrir utan Borgina vill enginn heiðvirður borgari.
Þennan hóp þarf að útiloka frá mótmælum, hópur fólks sem er ávallt í forsvari allra mótmæla sem hafa farið fram hér á landi undanfarin ár. Saving Iceland hefur beitt skemmdar og ofbeldisverkum, með litlum árangri. Það fólk á ekki að taka þátt.
En vonandi þarf ekki dauðsfall eða eitthvað verra til þess að fólk hætti að mæra þetta ofbeldi. Vonandi að menn sjái það að virðing við land og lög & reglur er undirstaðan að siðmenntuðu samfélagi. Vissulega hafa ráðamenn og forkálfar atvinnulífs brotið siðferðislega af sér, en að beita sömu meðulum er ekki samborðið okkur Íslendingum
Baldur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:34
Skv.loftmynd sem tekin var ofan af gamla símahúsinu eru þarna um 2000-2500 manns. Meiri er lygin ekki.
Funi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:36
Rétt Baldur - en ástæða þess að flestir nenna ekki að mæta er vegna þess að spillingarvöldin hafa sýnt það á sl. 3 mánuðum að friðsamleg mótmæli er ekki hlustað á.
Það er hins sorglega staðreynd málsins og ástæða þess að öfgasinnaðir hópar eru farnir að spretta upp!
Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 17:38
Ólafur. Takk fyrir athugasemdina. Þeir þrír lögreglumenn sem ég þekki, eru öndvegisfólk. Þekki því miður enga lögreglukonu.
Það sem ég á við, er að ef það er rétt að mannfjöldatölur frá lögreglu eru ekki réttar, bendir það til hlutdrægni af hálfu stjórnenda í lögreglunni. Titil bloggfærslu minnar væri hægt að snúa og rangtúlka sem árás á almenna lögreglumenn/konur, en svo er alls ekki. Er að vekja athygli á hugsanlegri spillingu innan stjórnkerfis lögreglunnar.
smg, 3.1.2009 kl. 17:40
Margt til í því Þór.
En heldur þú að menn myndu ekki hlusta á mótmæli 40.000 manns?? Gæti verið rétt hjá þér samt að ekki yrði hlustað, en slíkur fjöldi myndi ná meiri árangri en ofbeldi og skemmdir sem við borgum svo sjalf
Baldur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:00
Baldur. Tja veit ekki hvað ég get sagt. Mér finnst að þegar mannfjöldi, segjum 3000 manns? kemur saman á hverjum laugardegi í íslenskri veðráttu, og mótmælir, þvert á hefðir fyrir að sitja og taka þegjandi öllu sem á fólki er skellt, segir það eitthvað. Það segir mér að það er eitthvað mikið að, góð gild ástæða sé fyrir mótmælunum, þau eigi rétt á sér og að einhverju þurfi að breyta.
smg, 3.1.2009 kl. 18:36
Sko þegar stærsti mótmælafundurinn fór fram í lok Nóvember voru samkvæmt lögreglu um 8.000 manns á svæðinu. Samkvæmt þeim sem trúa ekki embættismönnum BB eins og nýju neti vilja meina að þarna hafi verið allt að 15.000 manns.
Gefum okkur að það hafi verið 10.000 og ef það á að bera þá tölu við BNA þá erum við að tala um að mótæmlendur hefðu verið um 10.000.000 - já 10 milljónir. Meira að segja Bush hefði neyðst til að hlusta á slíkan fjölda.
En hvað gerði Geir?
Lokaði hann ekki bara augunum áfram og hélt fyrir eyrun og flautaði eitthvað Johnny Cash lag? :)
Og hvað gerði Ingibjörng?
Sagði á borgarfundinum sem haldin var nokkrum dögum síðar - "Þið eruð ekki þjóðin" og sagði hún það svo ekki aftur í Kryddsídlarsnilldinni?
Svona viðbrögð myndi Bush ekki einu sinni dirfast að sýna þegnum sínum ef þeir kæmu saman að mótmæla með slíkum fjölda.
10.000 manna mótmæli a Íslandi eru nefnilega með fjölmennustu mótmælum heimssögunnar ef við tölum um þau út frá höfðatölu (en yfirvöld og fjölmiðlar þeirra hafa afskaplega lítinn áhuga á því hugtaki um þessar mundir!).
Það eru þessi viðbrögð límráðherranna sem hafa dregið fólk af götunni og orðið til þess litlir hópar aðgerðasinna hafa sprottið upp út um allt - þó enginn þeirra sé að reyna að beita ofbeldi nema kannski einn þeirra sem kennir sig við Anarkisma. Allir hinir eru að reyna að beita aðferðum eins og Ghandi eða Martin Luther King og kallast borgaraleg óhlýðni.
Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 20:40
Heyr Heyr Þór!
Orð í tíma töluð.
Guggan (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 03:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.