Árna ber siðferðileg skylda að víkja

Að mínu mati er Árni einn af skósveinum spillingarafla innan sjálfstæðisflokksins. Kannski væri það tímanna tákn ef sjálfstæðisflokkurinn og fleiri flokkar, fari nú að axla ábyrgð, taka til hjá sér og upp komist sú sjálfsagða hefð að fólk í ábyrgðastöðum fari að segja af sér, hafi það gerst sekt um vanhæfni. Í þessu tilfelli stórfellda almenna vanhæfni og að auki þáttöku í að koma minna hæfum einstaklingi í embætti. Þetta er ekkert annað en skýrt og óverjandi dæmi um spillingu, þessi vafasama tilraun/verknaður að koma að hlutdrægum aðila í embætti dómara.

Það yrði enginn heimsendir fyrir Árna eða aðra að víkja. Þetta er upp til hópa vel menntað og hæfileikaríkt fólk.Hver veit nema Árni gæti virkilega fundið sig með annann  handlegginn á kafi í beljurassi, í stað þess að vera með puttana í fjármálum þjóðar sem þarf nú sem aldrei fyrr á HÆFU!, fólki á að halda!


mbl.is Krefjast afsagnar Árna Mathiesen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki sagt annað, að ef hann er ekta karlmaður, þá á hann að segja af sér umyrðalaust.

 Páll Sigmundsson

Pall Sigmundsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband