23.12.2008 | 10:41
Stjórnvöld skiptu við glæpafyrirtæki!
Stjórnvöld gátu sagt sér og vissu að það yrði komið fram við starfsfólk Impregilo eins og rusl. Nú eru það stjórnvöld/almenningur sem eru að brenna sig á þessu fyrirtæki. Ennfremur er álverð á leiðinni niður fyrir 1500$, sem þýðir að það stefnir í Tap! af framkvæmdinni.
Kannski hefði verið betra að hafa eitthvað annað en bara álver og aftur álver?
Ríkið endurgreiði Impregilo 1,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2008 | 12:45
Verndarákvæði fyrir hátekjufólk
Hversu lágt getur þessi ríkisstjórn lagst og hversu siðblind er hún eiginlega?
Röng forgangsröðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2008 | 12:42
Viltu réttlæti Björn?
Gott og vel með að sekta Haga um 315 milljónir. En fyrst þú ert svona mikið fyrir réttlæti hvað þá með að ráðast að þeim sem eru ábyrgir fyrir bankahruninu og valsa um óáreittir?
Eða ertu bara strengjabrúðan hans Davíðs Oddsonar?, sem er löngu búinn að tapa geðheilsunni, blindaður af hatri út í Baugsfeðga.
Björn: Baugsmiðlar og auglýsingamarkaðurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2008 | 23:42
Ættu að harma þá heimsku að vera enn í flokknum
Á umliðnum árum hefur sjálfstæðisflokkurinn beitt sér fyrir skættalækkunum í miðju góðæri, sem gengur þvert á það sem Allir! óhlutdrægir hagfræðingar hér og erlendis hafa ráðlagt.
Eftir að hafa tekið þátt í að blása upp bóluna, er full seint að harma skattahækkanir. Það er engin önnur leið og Ekkert! svigrúm til almennra skattalækkanna, þökk sé sjálfstæðisflokknum!
Ef þessir "sjálfstæðismenn" hafa eitthvað heilabú, og eru ekki alveg gegn soðnir af heilaþvotti, sjá þeir þetta.
Mótmæla skattahækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2008 | 19:55
Sammála, er til rétt frjálshyggja?
Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 21:39
Gaurinn er annaðhvort á fullum launum við að hata Jón Ásgeir eða haldinn alvarlegri þráhyggju
Hvað gerðist eiginlega þarna um árið í snekkjunni?
Stakk Jón Ásgeir svona hrikalega undan Sullenberger, eða fóru þeir einfaldlega káetuvillt?
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 19:55
Uppstokkun? = Að axla ábyrgð
Jæja þá ætlar ríkisstjórnin loksins að drattast til að axla ábyrgð, getur þó ekki komið hreint fram með það.
Munum að þetta hefði aldrei gerst án þrýstings frá okkur.
Uppstokkun fyrir áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 11:59
Björn er skynsamur og treystir á áróðursmaskínu sjálfstæðisflokksins
Sem kemur líklega með einhver svona rök:
"Ef þú sækist eftir aðild að Evrópusambandinu ertu Kommúnisti! Urrrrr! Hommi! grrrr! Þú verður settur á svarta lista sjálfstæðisflokksins til lífstíðar og kemst aldrei nálægt kjötkötlunum!"
"Ef við lendum í Evrópusambandinu munu aldrei komast á legg útrásarvíkingar, sem við getum litið upp til í blindni"
"Aumingja litlu kvótakóngarnir sem losuðu okkur við fiskinn í sjónum, hvað verður um þá?"
o.s.frv. einhver álíka hræðsluáróður.
Áróðursmaskínan mun líklega gefa í skyn að með aðild að ESB gangi Íslendingar inn í einhverskonar Vistarband.
Ég tel hinnsvegar að Sjálfstæðisflokkurinn sé hræddur um að missa taumana af kjötkötlunum og að við slítum vistarbandinu sem hann hefur á okkur!
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2008 | 17:58
Núna! er síðasta tækifæri samfylkingarinnar að vakna!
Það má vera að Ingibjörg Sólrún hafi vaknað í morgun og áttað sig á því að hún og flokkur hennar er orðinn samdauna sjálfstæðisflokknum.
Orðin hrokafull af margra ára völdum í flokksforustu, borgarstjórn og nú í ríkisstjórn. Ef það er rétt að samfylkingin er vöknuð af dvalanum skal hún líka fara að axla sinn hluta ábyrgðarinnar og láta gulldrenginn, viðskiptaráðherra, segja af sér án tafar! Samfylkingin þarf að sýna að hún er Lýðræðisflokkur.
Að öðru leiti líst mér vel á að útrýma krónunni, kjósa í vor, breyta stjórnarskrá varðandi ESB aðild. Ég vil líka sjá stjórnarskrárbreytingar sem gera meiri hæfniskröfur ráðherra efna, ekki fleiri dýralækna!
Ég vil líka sjá stjórnarskrárbreytingar sem uppræta þá víðtæku spillingu ráðamanna og peningaafla sem hafa nagað sig eins og viðbjóðslegur snýkill inn í Íslenskt samfélag.
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 07:17
Innan skamms verður fólkið reiðubúið í vopnaða baráttu gegn stjórnvöldum
Fólk á ekki fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |