Undirstrikar spillinguna

Ef einhver er enn að velkjast í vafa um að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru og hafa verið gjörspilltir kjötkatlaflokkar. Þá ætti það að vera skýrt núna. Þeir vinna ekki að hagsmunum fólksins í landinu, heldu hverra þeirra sem hafa hag af því að arðræna okkur og hafa okkur fé. Skiptir þá einu hvort um sé að ræða erlend stórfyrirtæki, Íslenskar auð og valdaklíkur. Það er tekið á móti fé frá hverjum sem er og unnið gegn hagsmunum þjóðarinnar eins og svo rækilega hefur komið í ljós! 
mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara ekkert skrýtið við að langstærsti flokkurlandsins þurfi meira fé til að reka sig. Þetta er farið að hljóma eins og argasta öfundsýki hjá andstæðingum flokksins. Það er hver öðrum heilagari. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem hefur unnið ötulast fyrir fyrirtækin og almenning í landinu. Það er því ekkert skrýtið þótt fyrirtækin vilji styrkja þann flokk.

Þessi styrkur var veittur fyrir gildistöku nýju laganna. Vinstri grænir þurfa lítið að óttast eða hvað? Hvaða fyrirtæki vill styrkja þann flokk? Flokkinn sem hatast út í allt og alla þá sem eiga peninga.

Baldur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 08:30

2 identicon

Miðað við það sem ég sá á annarri bloggfærslu (hjá AK 72), þá taka þeir ekki bara við fé, heldur ganga hart eftir að fyrirtæki borgi í sjóði þeirra.

Það er nokkuð ljóst að þeir hafa aldrei unnið fyrir hinn almenna launþega þessa lands, enda hækkuðu skattar á lágtekjufólk undir þeirra stjórnartíð meðan skattar á hálaunafólk voru flattir út.

Davíð sagði þegar hann lækkaði tolla af stórum bílum og jeppum (en ekki af fólksbílum) að þetta gerði hann til að láglaunafólkið gæti fengið sér jeppa. Hrokinn hefur alltaf verið til staðar á þeim bænum.

Kolla (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband